Þriðji síðasti dagurinn í borg kaupmannanna. Hann fór að sjálfsögðu í að pakka. Eða fyrst vinna svolítið svo ég komist í fríið langþráða og svo pakka og þrífa og svo þrífa og pakka. Ekkert nýtt og heldur ekkert spennandi.

Allt í allt hef ég verið mjög róleg yfir millilandaflutningunum. Við höfum verið að rölta um svolítið (sjá myndina hér fyrir ofan, hún er af okkur í garði bara sí svona í öllu havaríinu), fara með systur minni og fjölskyldu (sem eru hér í Köben í heimsókn) til Malmö og almennt ekkert að stressast. Er að velta fyrir mér hvort ég sé með öfug stressviðbrögð, þú veist, þar sem maður frestar og frestar og kemur sér ekki að verki fyrr en of seint.. svona á móti því að vera í kasti allan daginn alla dagana.

Veit ekki hvort er. Kannski hvorugt.

Eftir Malmö komum við við (hehe..) á leiksvæði hér í grenndinni. Þar bar hæst fíflagangurinn í hinni óléttu systur minni og Eiginmanni mínum. Hér má nefnilega sjá smá brot af því: