Hekluð grasker

Hekluð grasker í haustlitunum! Ég er með eindæmum hrifin af haustlitunum, eins og kannski flestir. Náttúran alveg að bogna af ávöxtum sínum og í því tilefni fannst mér við hæfi að hekla grasker.

Þessi grasker eru hekluð úr kambgarni á nál nr. 3. Graskerin eru sirka 9-11cm í þvermál og 3-5cm á hæð, ég gerði þrjú í mismunandi stærð. Þau sóma sér vel sem haustlegt heimilisskraut.

Hekluð grasker

GRASKER
ATH: Graskerið er heklað í spíral með fp.
Ú = heklið næstu tvo fp saman

  1. Heklið 6fp í töfralykkju
  2. 2fp út umf.
  3. *1fp, 2fp í næsta*, endurtakið frá  * – *
  4. *2fp, 2fp í næsta*, endurtakið frá  * – *
  5. *3fp, 2fp í næsta*, endurtakið frá  * – *
  6. *4fp, 2fp í næsta*, endurtakið frá  * – *
  7. *5fp, 2fp í næsta*, endurtakið frá  * – *
  8. *6fp, 2fp í næsta*, endurtakið frá  * – *
  9. *7fp, 2fp í næsta*, endurtakið frá  * – *
  10. *8fp, 2fp í næsta*, endurtakið frá  * – *
  11. *9fp, 2fp í næsta*, endurtakið frá  * – *
  12. fp út umf.
  13. fp út umf.
  14. fp út umf.
  15. fp út umf.
  16. fp út umf.
  17. *9fp, Ú*, endurtakið frá  * – *
  18. *8fp, Ú*, endurtakið frá  * – *
  19. *7fp, Ú*, endurtakið frá  * – *
  20. *6fp, Ú*, endurtakið frá  * – *
  21. *5fp, Ú*, endurtakið frá  * – *
  22. *4fp, Ú*, endurtakið frá  * – *
  23. *3fp, Ú*, endurtakið frá  * – *
  24. *2fp, Ú*, endurtakið frá  * – *
  25. *1fp, Ú*, endurtakið frá  * – *
  26. Ú út umf.

Setjið tróð í graskerið og lokið því, hafið langan enda, sirka sem nær 6 sinnum í kringum graskerið. Notið nál til þess að fara með bandið í miðjuna og utan um graskerið 6 sinnum, þannig að myndist sex “bollur/kúlur”.

Heklið stilkinn.

STILKUR

  1. 6fp í töfralykkju
  2. fp út umf.
  3. fp út umf.
  4. fp út umf.
  5. fp út umf.
  6. fp út umf.
  7. 2fp út umf.
  8. fp í næsta, *5ll, fp í 2. ll frá nál, hst, hst, st, fp í sama fp og fyrsti fp í þessari umf., fp í næsta*, endurtakið frá * – *, endið á kl í fyrsta fp og slítið frá, hafið nógu langan enda svo hægt sé að sauma stilkinn við graskerið.

Gangið frá endum og saumið stilkinn við.

Það er auðvelt að gera graskerin í mismunandi stærðum. Ef þú vilt fá stærra grasker þá heklarðu einfaldlega fleiri umferðir þar sem þú eykur út um 6 í hverri umferð, bara muna að úrtakan hljómar uppá jafn margar umferðir. Ef þú vilt hærra grasker, heklarðu fleiri umferðir á milli útaukninga og úrtaka.

Stærri stilkur gæti verið nauðynlegur ef þú gerir mikið stærra grasker.

STÓR STILKUR

  1. 6fp í töfralykkju
  2. fp út umf.
  3. fp út umf.
  4. fp út umf.
  5. fp út umf.
  6. fp út umf.
  7. fp út umf.
  8. fp út umf.
  9. fp út umf. (fleiri svona ef stilkurinn þarf að vera enn stærri)
  10. 2fp út umf.
  11. fp í næsta, *7ll, fp í 2. ll frá nál, fp, hst, hst, hst, st, fp í sama fp og fyrsti fp í þessari umf., fp í næsta*, endurtakið frá * – *, endið á kl í fyrsta fp og slítið frá.

 

Hvað með að hekla risa, risastórt grasker og nota fyrir svona púða/pullu sem má sitja á…