Ég fór fyrir viku síðan niðrá Íslandsbryggju til að liggja þar í sólbaði og lesa mína bók. Það var urmull af fólki enda alveg brjálæðislega heitt, held við séum að tala um 30 stiga hita og ekkert svo mikinn vind, en smá golu samt, sem betur fer. Það er frábært að skvetta sér í vatnið/sjóinn þegar það er svona heitt, ég fór samt ekki útí þarna, enda held ég að ég sé um það bil 15 árum of gömul til að vera að bera mig eða glenna þarna í kringum unglingana.

Ég held hinsvegar ekki að þessi sé unglingur, en ég held að hún sé litla hafmeyjan sem að öllu venjulegu eigi að vera einhverstaðar í austurhluta þessarar borgar og úr járni, en þarna var hún samt, ljóslifandi og niðrá Íslandsbryggju.

Mér dauðbrá þegar ég tók eftir þessum..

Nei.. ströndin er meira mæ þing.  Mér heyrist á þeim sem búa mér nær að það sé í meira lagi töff að fara í siglingu á spíttbát og að það sé í lagi að míga eins oft og maður vill í sjóinn. Ég hef gerst sv0 frökk að stunda sjósund, eða sko ég fer í sjóinn og syndi hundasund, vill ekki glenna fætur of mikið eins og í bringusundi, þá fer uppí og heldur ekki taka skriðsund því ég er ekki með nein sundgleraugu, svo hundasund eða flugfætur og bringuhendur.. anyway, það er DÁSAMLEGT! Það verða ALLIR að fara í sjóinn og láta hann velta sér til og frá og njóta átakanna sem fylgir að synda í honum, láta öldurnar bera sig eitthvað (ekki of langt samt..) og umfram allt kæla sig niður á svona heitviðrisdögum.

Jább, það er búið að vera svakalega gott veður, bikiníið og sumarkjóllinn þegar ég er fyrir utan heimilið og brókin ein fata þegar ég er heima.

Fröken A ákveð að henda upp grillpartý síðasta mánudag. Þar mætti hin norska Hulda Ósk og í boðinu var líka mamma A og systir hennar.. þá mömmu hennar. Allir komu með eitthvað á grillið allir með píku og yngri en 11 ára biðu meðan hinn helmingurinn grillaði oní okkur.

Alltaf jafn myndarlegir við þennan undrahlut sem grill heitir. Ég hef fundið nýja virðingu innra með mér fyrir grilli.

Og það er þessvegna sem ég hef ákveðið að gera allskonar grill tilraunir, eins og að spæla egg á grillinu (sjáið samt flotta grillið mitt), næst þegar ég grilla spælegg þáætla ég að setja olíu eða smjör undir þau..

Og börnin, þau voru þarna líka. Ótrúlega fá börn samt miðað við allan fjöldann sem fylgir fólkinu sem var í teitinu. Af okkur sem erum ennþá undir fertugu, þá eigum við samtals að ég held 12 börn, en bara 4 voru mætt. Það endaði þannig að Hulda sendi afganginn af sinni familíu (2) til baka þar sem þau gistu, mínir krakkar (3) eru ekki á landinu.. já og ekki nema tvö af Helgu börnum eru hér (5) en heimasætan Tinna og heimasætinn Hrafn voru þarna og léku við Önnu Bergdísi (í bláa á myndinni) og Ástu Hlín.

Til gamans er hér Anna Bergdís frekar nýleg fyrir rétt tæpu ári síðan en í sama húsi við sama tilgang (að grilla og hitta fólkið).

Og Tinna líka, fyrir rétt rúmlega ári síðan. Fljótt að gerast !  Það er víst að maður fær ekki tímann með fjölskyldunni til baka meðan krakkarnir eru ..já, krakkar. Auðvitað vita það allir en ég tel mig heppna að hafa fattað að gera eitthvað alvöru í þeim efnum, að láta tíman mér ekki úr greipum renna.

Til gamans má fara ár aftur í tímann sirka hér á blogginu og sjá hvernig við öll og börn líta út.. ég ætti kannski að taka upp á því að taka myndir af ykkur öllum elsku besta fólkið mitt allt í kringum mig , kannski 4 sinnum á ári hverju og sjá breytingarnar..?

Grillfærsluna úr sama húsi við sama tilganan fyrir rétt tæpu ári síðan má finna hér.

Helga og Anna Bergdís, Hulda og svo börn og annar lýður þar á bak við.

Partýið endaði eins og partýið í fyrra, með því að við neyddumst til að grípa til flóttaáætlunarinnar. Allir sem kunna flóttaáætlunina vita hvað þeir eiga að gera sé sá hinn sami staddur við Dirgchsvæ..zx að borða í garðinum og það kemur rigning. Ég hafði þetta árið hlutverkið að taka pullurnar af garðhúsgögnunum, Helga og Aldís fóru inn með smábörnin restin af partýinu dúndraðist inn með leirtau, mat og drykk. Við hjóluðum heim í alveg kolsvartamyrkri þó að væri ekki komið myrkur. Og eldingarnar sem dundu yfir þetta kvöld voru eins og besta flugeldasýning , bæði hvítur og rauður blossi. Það heyrðust samt fáránlega fáar þrumur og kom ekkert mikil rigning. En það rigndi vel daginn eftir.

Dásamlegir dagar.