Nei, það er ekki sumar samkvæmt dagatali en það ku vera 20. september í dag. Ekki veit ég nákvæmlega afhverju mér finnst þetta svona kunnugleg dagsetning… á einhver afmæli? Hvað gerðist?

Það er allt komið á blússandi svíng hjá Félagsbúsmeðlimum öllum sem 6. Eiginmennirnir vinna eins og þeir eigi lífið að leysa og hafa meira að segja þurft að dótast uppí vinnu aukalega fyrir aðra starfsmenn Laundromat. Þeir koma heim sveittir og angandi af steikingarfeiti..var ég kannski búin að minnast á það?..hehe.

Ég lykta alltaf betur því ég er sveitt og anga af hreingerningarlegi, þar sem ég hef það jú fyrir atvinnu að skúra með sápu. Á föstudagskvöldið lenti ég í þeim leiðindum að komast ekki til vinnu fyrr en seint um kvöld, eða klukkan hálf ellefu. Því miður hafði ég fengið nefnilega þrifmaníukast hér heima hjá mér áður en ég fór, svo ég var eiginlega alveg búin á því og reyndi að komast af með að gera eins  lítið og ég mögulega komst upp með. Þegar ég komst heim síðan var ég alveg að drepast í skrokknum og ætla núna að fara með ráð sem dugar við því:

Fylla hitapokann af heitu vatni. Liggja á honum á stofugólfinu um tíma. Borða smá, hátta svo. Gleypa margar íbófen töflur og ráfa svo með hitapokann undir hönd uppí rúm og rotast þar. Sofið þar til morguninn eftir án þess að standa upp um nóttina. Gott er fyrir kvenmenn að vera þá með þvaglegg og karlmenn, eða þeir sem eru með það stórt undir sér, geta notast við kopp, flengt honum útfyrir og látið gossa. Hinir verða líka bara að vera með þvaglegg.

Þetta svínvirkar. Ég var allavegana alveg úthvíld og var ekki eins illt í kroppi. Furðulegt að það virkaði eins hvítvínsglasið sem ég fékk mér í gær. Ég varð mjög slök og svaf eins og ungabarn. Ótrúlega gott hvítvín. Ég er engin svona vín manneskja, já nema þá bara til að sturta í mig til að komast á fyllerí. En þetta var bragðgott, einskonar kryddbragð eða ég veit ekki alveg hvað það var. Það var önnur flaskan sem ég fékk í afmælisgjöf sem ég ákvað að smakka í gær sem sagt.

Síðustu helgi var okkur boðið í grill á Drigshvæ (mér er fyrirmunað að stafa til þessarar götu). Það er s.s hjá AB og BMO og HS og TB

DSC_0002

Garðurinn þar er fullur af ávöxtum. Og nágranna garðarnir líka. Bóndinn og BMO átu perur af tré nágrannans, en hann hefði aldrei tekið eftir því, því perurnar  skipta hundruðum á því tré.

DSC_0014

Í garðpartýinu var margt um manninn. Ef mér reiknast rétt til þá voru það við 6, 6 frá  AHG og svo 4 húsráðendur. Sem sagt 16 manns í einum garði. Helga og Brynjar sinna minnstu meðlimum garðpartýsins.

DSC_0011

Mér varð eiginlega ekki sama þegar við öll 15 sátum í stofunni á Drigshvæ og hin ekkert svo hávaxna húsmóðir á þeim bænum var alltí einu komin í tvær peysur (ekkert geðveikt hlýtt svosem þennan daginn) og með fullt fang af grilltólum og tækjum. Mér varð litið yfir á borðstofuborðið þar sem karlpeningurinn sat (við kvenkyn sátum og dótuðum í smábörnum í sófanum). Þeir kipptu sér ekkert upp við að hún væri að fara út að grilla alein og ég veit ekki hvort það lýsi hversu vel ég hef kynt undir karlrembu á mínu heimili að ég taldi öruggt að mennirnir myndu skjótast uppúr sætum sínum og standa við grillið eða hvort það er hún sem hefur, hljóðlega, en örugglega valtað yfir allt sem talist getur karlremba á sínu heimili.. því þegar ég síðan gaukaði því að strákunum hvort þeir ætluðu ekki að hjálpa þá var svarið “nei”, það væri best að láta það liggja í hennar höndum. Enda varða rétt. Maturinn var frábær.

DSC_0015

Og við átum grillaðar kartöflur, salat, túnfisk, kjöt og ég veit ekki hvað og hvað.

DSC_0005

Og börnin átu líka, en þau fengu pulsur. Já, þau fengu pUlsur. Það var einsgott að það var sólhlíf yfir borðinu sem við sátum við , því eftir smástund byrjaði að rigna. Ég leit yfir á krakkaborðið og sá engan, því þau höfðu öll sem eitt skotist undir borðið sem þau sátu við.

DSC_0007

Nokkrir durgar sitja við borðið. Þeir eru allir frábærir og líka allir með annaðhvort gráan fiðring eða grátt í vöngum. Það er allt gott og blessað, ég gæti að minnsta kosti logið því að ykkur að það væri allt gott og blessað.

DSC_0008

Og Gunnhildur hin fallega var þarna líka, sem 6 meðlimur þeirra á AHG.

DSC_0004

Og nýjasti ábúandi AHG, Anna Bergdís, sem óneitanlega svipar til systra sinna, var þarna líka. Þær drukku brjóstamjólk í kappi hún og Tinna.

Annars er búið að vera svooo gott veður hér að það hálfa væri nóg.

Myndir af tattúinu segiði..

DSC07857

Þetta byrjaði nú allt svona eiginlega. Fór í heimsókn á Elba og þar var nú bara sveiflað upp skissu beint á arminn af Jafnari. Svo dró hann það í gegn á teiknipappír og kláraði dæmið og ég fór með það til tattúmanns hér í borg. Sá hinn sami gaf mér tíma og þegar ég mætti þangað tók hann í arminn og sveiflaði þessari sömu, eða nánast, skissu upp með tússlitum. Eftir það flúraði hann dæmið á mig.

flur2

Þetta er sama dag og það var gert. Eða það er eins og sést ekkert tilbúið. Það er frekar stórt..(ég heyrði í þér mamma…FREKAR, hehe) og þessvegna of langur tími sem tekur að gera það þannig að ég fer aftur til að láta klára það þegar þetta er alveg gróið. S.s vika síðan þetta var gert. Það er svalt finnst mér. Þrjú blóm, liljur og svo g og f lykillinn og aum merkið og þrjú fiðrildi. Gæti ekki verið svalara.

DSC_0017

Svona verður það síðan þegar það er að gróa. Það er jú búið að rista upp húðina og smella bleki þar inn..smekklegt (heyrði aftur í þér mamma).

DSC_0018

Í nærmynd. Það er rétt aðeins farið að flagna af þarna.

DSC_0003-(2)

Í dag eretta svona. Þannig það er bara búið að gera allar útlínurnar af verkinu og skyggja tvö blómin. Það er ekki alveg 100% gróið. En ég reikna með að fara fljótlega og láta klára það.

Ég verð alltaf glöð þegar ég kíki á það. Spáðu í því.. að hafa tattúveraða gleði á handlegginn og handleggurinn er alltaf fyrir augunum á mér. Veit svosem að flestir skilja jú ekkert hvernig það getur verið en hei.. það er ekkert nýtt, jeeehúúúú.