Helstu mistök sem hvítt fólk gerir er að halda að hvítur sé ekki einn af litunum. Þetta þarf ekki að ræða neitt frekar. Vá hvað mín forsaga sem hvít manneskja er yfirlætisleg, frekjuleg, hatursfull og fjandsamleg eitthvað. Vissir þú að þegar svart fólk (já ég segi það bara eins og hvítt fólk) barðist fyrir rétti sínum hér í denn að þá ákvað það að berjast með kærleikann að vopni? S.s ekki með ofbeldi á móti ofbeldi og það tókst.

Garnfréttir:

lopapeysa-djofulsins

Þriðja peysan á árinu er dottin af nálunum. Þetta er peysa sem ekki fer til sölu. Það er ekki útaf því að hún er gerð fyrir mig, einhvern sem ég þekki eða hún er úr einhverju spes garni sem er svo dýrt að það er ekki hægt að selja það og heldur ekki útaf því að peysan er það sérstök. Nei það er útaf því að ég hata hana.

Ég prjónaði eftir uppskrift frá Brooklyn Tweed af peysu sem heitir Grettir. Prjónfestan passaði og allt í góðu. Ég hef hinsvegar aldrei rekist á eins klikkaða uppskrift. Mér fannst sko áður en ég prjónaði þessa peysu að Brooklyn Tweed hlyti að vera kóngurinn af uppskriftum og bar óttablandna virðingu fyrir þessu fyrirtæki og fólki sem þar vinnur, úta því að mér fannst það meira og betra en ég. Sem er örugglega málið en þúst, það þarf ekki að hafa svona fruntaleg áhrif á prjónaskapinn hjá mér.

Peysan endaði með að vera:

A: Alllllllt of stór. Hún er prjónuð í stærð medium og hún er vei, vei, vei of stór. Nær niður fyrir rass og fram fyrir fingur (og þá er mikið sagt)

B: Hún er prjónuð með 3 númerum af prjónum í tveimur lengdum OG sokkaprjónum. Þannig að 6 pör af hringprjónum og 2 pör af sokkaprjónum. Ég átti þetta alveg til, en bara.. kannski aðeins of ýkt. Stroffið í hálsinn er prjónað í 6 hlutum eða eitthvað. Prjóna fyrst 2cm með þessum prjónsverleika, svo 1cm með hinum, þá 1 umferð með þessum stóru og eitthvað í þá áttina..

C: Þegar ég var að ganga frá þessari blessuðu peysu þá komst ég að því að ég hafði gleymt einni lykkjunni í handvegi.

D: Peysan er með uppáfit sem á ensku heitir tubular cast on. Alveg falleg fit en MAÐUR LIFANDI hve mikið vesen það er að leysa bandið frá eftirá. Kræst.. ég var við að kasta peysunni fram af svölunum í von um að hún myndi drepast um leið og hún lenti í malbikinu.

tubular-caston-helviti

Aldrei aftur tubular caston

E: Það er villa í farking munstrinu! Ég sá það ekki fyrr en ég var búin með hana, búin að ganga frá, búin að eyða tíma á gólfinu við að klippa uppfitarbandið af og búin að vera í henni á almannafæri.

Eina sem var gott við að hafa prjónað  þessa bansettu peysu er að ég prufaði í fyrstaskipti að gera munstrið með 1/2 númeri stærri prjóni og það kom vel út, hugsa að ég prufi það aftur.

En markmiðið er að klára þessa 3.2 rúmmetra af garni sem eru undir rúminu mínu og þessvegna er ég byrjuð á karrýgulum sokkum. Það er mynd af þeim efst. Mér líkar vel við þá, en ekki hælinn því ég ætlaði að reyna að vera alvöru prjónakona og gera hann eftir minni en þá kom í ljós að ég mundi ekki alveg hvernig átti að gera svona hæl svo ég þurfti að leita í, eiginlega þetta blogg. Það er Halldóruhæls uppskrift hér.

Stóra spurningin er bara hvort ég muni ná að klára allt garnið á einu ári.. eða hvort ég ætti að hafa fyrir markmið bara að klára það og það verði að sjást vel á því í enda þessa árs… sko mína, það er bara endinn á febrúar og vorið að nálgast og ég er ennþá að hugsa um áramótaheitin OG að framkvæma í þeim. Á skilið einhverskonar hrós hér, eða verðlaun.

 

Barnfréttir:

hjolaferd

Duttum i hjólatúr um daginn. Aðallega til að viðra þessi annars tölvu og sjónvarpsglöðu börn vor en líka svolítið til að athuga hvort Bjútíbína myndi passa á hjólið sem hún fékk í jólagjöf. Sem var alltof stórt þá. Hún passar hehe, hreinn brandari að sjá hana skunda um á hjólinu. Hún skundar því það eru ekki pedalar á því, heldur er þetta svokallað hlaupahjól, því hún situr á því og ýtir sér svo áfram með fótunum. Hún hefur stækkað það mikið að við þurftum að hækka hnakkinn töluvert síðan fyrir akkúrat 2 mánuðum síðan.

sprengjan-med-tomatsosuskegg

Þessi, hehe! Það var eitthvað um tómatsósu í þessum matartíma. Ég man ekki hvað ég sagði sem fékk hana til að klína tómatsósu í andlitið á sér og hlægja svo eins og vitleysingur. En fyndið varða. Í öllu og öllu, þá vona ég að hún viti að mér finnst hún stórkostlegt eintak. Ég vil auðvitað að þau viti öll að mér finnst þau stórkostleg eintök.

Stóri (nýtt nafn á Búnglíng?) fór á Ísland í vikunni sem leið, vetrarfrísvikunni. Í þá daga, þegar þau voru öll lítil, eldri 3 þ.e.a.s, þá var ég alltaf fríinu fegin ef þau fóru eitthvað af bæ. Ég er handviss um að allir þreyttir smábarnaforeldrar kannast við þá tilfinningu að geta alltí einu aftur, í smá tíma, gert hvað þeim langar þegar þeim langar. Eins og að borða klukkan 20, eða fara sofa klukkan 20 og vakna ekki aftur fyrr en 12 tímum síðar, eða fara út eftir kvöldmat, eða hafa þögn milli 17 og 20. En núna þá finnst mér bara boring ef þau eru ekki öll heima. Sure, oft læti og únglíngahormónar og ég get fundið endalausar ástæður til að nöldra og tuða en ég vil eiginlega frekar bara hafa þennan lýð heima og hananú.

 

Vinnufréttir

madur-og-barn-raendu-bordinu-minu

Nújá krakkar mínir. Fyrst ég opinberlega og skráð í skattaskýrslur Danmerkur á mitt eigið fyrirtæki ákvað ég að ég þyrfti að uppfæra skriborðið mitt (þetta sem ég fékk frítt hjá konu sem var að flytja) sem var 80cm á lengd og 60cm á dýpt og of lágt fyrir mig. Ég vildi uppfæra í skrifborð sem var stærra, þ.e lengra og dýpra og ég vildi að það væri hægt að hækka það og lækka. Hafði haft auga á svona borði í IKEA þar sem ódýrari týpan var borð sem var hægt að hækka og lækka með svona sveif. Nennti síðan aldrei í IKEA, það er svo grútleiðinlegt að fara þangað.

Ákvað að fara á DBA (nýtt og notað til sölu hér) og sjá hvað væri í gangi í skrifborðum þar. Og ekki í fyrstaskipti þá var þarna þetta borð og beið eftir bara mér. Búið að bíða síðan í desember. Það er 180cm á lengd og 90cm á dýpt. Það er æðislegt. Það er líka hægt að hækka það og lækka með einum takka.

Samt.. um leið og ég var búin að stilla öllu upp á því kom Einmaðurin aðvífandi og eitthvað barn sem hann hafði fundið á leiðinni á nýju skrifstofuna mína. Hann kvaðst þurfa að gera launin í vinnunni sinni, sem réttlætti að hann yrði að setjast við skrifborð og þar með varða hann sem fyrstur fékk að vinna við nýja (samt gamgla) skrifborðið mitt.