Fékk svo góða heimsókn um daginn. Þyrfti að eignast fleiri börn til að fá oftar fólk í heimsókn sem kemur líka með gjafir, haha.

Kom í fyrsta lagi mAmma L með tvö af börnunum. Allir glaðir yfir komunni. Þar á eftir komu mAmma R, amma mín og Pálína frænka. Ég hefði getað haft þær í vinnu við að kjafta við eldhúsborðið, svo huggulegt að einhver sé heima sem talar fullorðins annar en ég.

Ég væri reyndar líka til í að vera með gítarleikara eða píanóleikara hér, sem myndi spila allan daginn ljúfa tónlist. Mikið sakna ég þess að eiga píanó.
DSC_0054Heldurðu ekki bara að fræknurnar séu byrjaðar að verpa! Við fundum þrjú egg um helgina. Tvö alveg pínulítil og eitt mjög furðulegt í laginu. Skurnin ljósbrún. Á hún ekki að vera hvít? Þær hafa að vísu ekkert verpt aftur. Kannski er þetta nóg að þeim finnst.

DSC_0055Öll eggin heil 100 gr.

DSC_0057Brutum auðvitað öll eggin og í ljós komu pínulitlar eggjarauður. Í furðulega egginu voru svo tvær eggjarauður. Tvíblóma frumbyrju egg. Eða ég reikna með að þær allar hafi verpt einu eggi, en auðvitað getur verið að ein af þeim hafi dritað þeim öllum. Tvö voru inní húsi og eitt úti í garði.

DSC_0065

Í gær var hér alveg bongóblíða. Örverpið, sem öllu jöfnu vill hafa það mjög gott, t.d með því að vera á náttfötunum allan daginn, hafa kósýkvöld (horfa á mynd, borða ávexti eða nammi), vera í náttslopp og liggja útataður í sólvörn í sólbaði á rúmdýnu.

DSC_0067

Og á meðan Smábarnið svaf náði ég að bera pínu á húsið. Finnst það koma ferlega vel út. Þá á bara eftir að klára að bera á húsið, pússa og bera á pallinn og tengja heitapottinn og þá ætti bakgarðurinn að vera klár fyrir haustið og veturinn. Væri aldeilis til í að geta málað húsið að utan líka, alveg þörf á því. Hef hugað mér að hafa glugga og þakkassa hvíta og húsið ljósgult. Held að það gæti verið sætt.

Búið að útrýma geitungabúunum tveimur sem voru fyrir framan hús líka, svo við ættum að geta hætt að hlaupa útum framhurðina og útá götu í panik kasti. Við erum engjar hetjur og fengum meindýraeyði til að koma og taka þetta niður. Hann er með eitthvað svakalegt eitur og bankaði stuttu síðar til þess að sýna okkur inní búið. Það var ógeðslegt, en líka alveg rosalega áhugavert. Úff.. hrollur.