Ég held að danskurinn hafi fengið hjálpsemis og kærleikssprautu á meðan við vorum ekki hér. Ekki bara hefur það ekki undan að bjóða mann velkominn í húsið, heldur allstaðar þar sem ég kem er fólk tilbúið að hjálpa mér með barnavagninn, halda lyftum í lestina fyrir mig, líka þó ég sé alveg það langt í burtu að ég var spurð hvort ég ætlaði með niður, ná í stól fyrir mig (í karate tíma hjá Fagra). Og svo er fólk líka alveg í því að koma við mann. Þú veist, leggja hönd á öxl og spyrja hvort ekki eigi að halda undir vagninn á leið úr strætó.

Mér finnst þetta vera bara eitthvað svo hlýlegt og næs.

Annars er hér búinn að vera smiður sem hefur verið að grauta í að skipta út hinu og þessu í íbúðinni. Spáný borðplata í eldhúsinu og spá nýr vaskur og ísskápur. Auðvitað er ég hrifin af nýju en í þessu tilfelli, svona þegar ég fer að hugsa útí framtíðar möguleika á að vera í stöðugu stríði við þennan bölvaða möl, sem ég held að ég hafi þróað með mér fóbíu fyrir á núll einni, þá er mér skú da alveg slétt sama hvort ég er með nýja eða ekki borðplötu.

Hann var bara einn síns liðs. Stundum hóstaði hann heil ósköp. Mér lá við að fá mér eyrnatappa. Svo tautaði hann og talaði við sjálfan sig. Svo remdist hann alveg með látum þegar hann lyfti hlutum eins og ofninum og fataskápunum sem á vantaði sökkulinn. Hann var líka mættur hér klukkan 7:10 í morgun.. meðan við vorum enn berbrjósta í ógeðslega ljótum nærbuxum og aldeilis ekki búin að heimsækja neina vaxþjónustu hér í borg. Verð nú að drífa í því.

Að allt öðru og algjörlega random hugsun: Ég er ekki að digga hve oft fólk notar upphrópunarmerki og marga punkta í röð í skrifuðu máli eins og á bloggi. Þar höfum við það.