About Gudmundsdottir

Ég get ómögulega ábyrgst að þú ekki farir að gráta því þú hefur fengið svo mikinn aulahroll. Ég get heldur ekki ábyrgst að þú móðgist ekki eða pissir í buxurnar af hneykslan. .. ég ætla að skrifa flestum stundum bara það sem mér er hugleikið þá stundina. Ég hef síðan tröllatrú á því að fólk hafi rétt á, og geri það reyndar ótt og títt, að skipta um skoðun.

Hársnyrting og nýr sími

Við getum auðvitað ekki verið öðruvísi en allir sem flytja hingað til Danmerkur. Við erum búin að fá svokallað íslenskt númer. Það er símanúmer sem kostar bara ekkert að hringja heim til Íslands og svo bara á venjulegu Íslands verði að hringja þaðan og hingað. Númerið fæst í skiptum við tölvupóst frá ykkur.

Svo fór ég

2016-03-05T20:42:19+01:0015. ágúst 2007|Categories: Lífið og tilveran|Tags: |4 Comments

Kaupmannahöfn…

…þegar veðrið er æðislegt. Það er vægast sagt búið að vera gott veður í dag. Enginn hnoðri í norðri sem verður að veðri þótt síðar verði. Þetta hefur orsakað annan bruna á baki mínu. Nú er ég komin í annan náttúrulegan nærbol, spurning hvort ég lími ekki bara plástur yfir geirvörturnar, láti það gott heita

Ground control ….

…to major Tom….

Það er einhver fjárinn að ganga hérna..það kallast gestagangur. Við höfum legið í þessu og AHG líka. Við fengum sem sagt kærkomna heimsókn frá Íslandi í vikunni sem leið og þau fóru með einhverjum brösum heim í gær morgun. Við fórum án Bóndans í Bakken, eða segir maður

2016-03-05T20:31:06+01:0031. júlí 2007|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , , , |3 Comments

Nammi og myggur

Það eru myggur hér,svona ofvaxnar mýflugur eða smávaxnar moskítóflugur. Þær eru búnar að bíta Sindra útum allt og hin börnin á ýmsum stöðum. Ótrúlegt en satt hefur Bóndinn alveg sloppið, það er af sem áður var er hann varð flóm að bráð.
Það var allt fullt af þessu hér inni í gærkveldi og um leið og

2015-07-18T21:43:51+02:0025. júlí 2007|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , , , |0 Comments

Rigning

Við Sindri fórum og prufuhjóluðum regnkápuna í dag. Það var mjög mikil rigning svo það var upplagt að smella sér. Hann sat í sínu sæti á bögglaberanum. Niðurstaða þessarar regnkápu prufu er að kápan er í alla staði ágæt. Ég verð bara að finna uppá einhverju til að brúa bilið milli framhandleggs og handarbaks, rétt

2016-03-05T20:29:59+01:0022. júlí 2007|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , , |0 Comments

Afmæli

Þorvaldur varð 30 ára í dag.
Það sást strax á honum, hann varð allur hokinn og þreyttur, hrukkóttur og niðurdreginn. Ættingjar og vinir sem hringdu sýndu honum reyndar mikla samúð.
Ég segi samt til hamingju með áfangann, við á búinu gáfum honum línuskauta til lukku.

Myndir bráðum :)

2015-07-18T21:42:51+02:0015. júlí 2007|Categories: Lífið og tilveran|Tags: |2 Comments

Enn af veðri

Það getur verið að Kaupmannahefningar skuldi mér að þeir leggist á skeljarnar og kyssi á mér tærnar því alveg síðan regnkápan mín fína, sem bæ ðe vei er komin, var keypt þá hefur bara ekki rignt.
Ég er nú reyndar alveg hætt að vera hissa á því og sá þetta gerast, alltaf þegar ég kýs að

2015-07-18T21:42:42+02:0010. júlí 2007|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , , |2 Comments

Veðurteppi

Það er rigning ennþá. Maður spyr sig hvort að það sé yfir leitt ekki rigning og rok á Ísland heldur bara þar sem við erum? Nei nei, enga svartsýni hér. Þetta er í lagi fyrst ég er búin að fá rífandi viðbrögð við bauli mínu yfir regnfataleysi og er nú á leiðinni til mín dýryndis

(af símamálum)

Ég hlít að vera orðin merkisborgari Kaupmannahafnar, allavega fékk ég senda ávísun í pósti frá vinum mínum í TDC (þeim sem eru svona mikið í bjórnum). Jámm, eftir að hafa verið rukkuð fyrst um 2500dkk og svo 1400dkk fékk ég reikning uppá 49dkk og ávísun uppá 495dkk.

Það er meira hvað það er billigt að búa

2016-03-05T20:25:35+01:002. júlí 2007|Categories: Lífið og tilveran|Tags: |0 Comments

Nýja torg og garður Kóngsins

Ég hef verið að velta fyrir mér Kongens nytorv og þá aðallega afhverju Kóngurinn hefur þurft nýtt torg. Varð hitt of lítið, of púkó, skemmdist það…
Við fórum hinsvegar í garð kóngsins. Rosenborg have að mig minnir að garðurinn heiti. Í honum er þetta tré sem er hér fyrir ofan.

Ólukku konur

Job center- ið er ágæt stofnun hér í Danmörku sem hjálpar útlendingum og öðrum með enga atvinnu að finna eina. Þar fer maður og skráir sig í atvinnuleitendasjóð. Þetta er örugglega vinnumiðlun Danmerkur. Þar sem ég er úr öðru evrópulandi þarf ég að mæta á Skælbeksgade, eða Skjaldbökugötu.

Kaldhæðið er að meðan ég gengi bogin í

Ég minni á :

styrktarreikning Félagsbúsins, þar er hægt að leggja inn styrktar fé vegna enn vaxandi símareiknings.
Það er vegna þess að ég fékk gefins píanó í dag, held ég bara það fallegasta sem ég hef séð, að ég ætla ekki að skrifa enn einn símanöldurs póstinn.

Mamma, ef þú myndir tíma að lána mér svo sem eina píanóbók…jííííhaaaaa

2016-03-05T20:18:07+01:0026. júní 2007|Categories: Lífið og tilveran|Tags: , |3 Comments
Go to Top