Við Sindri fórum og prufuhjóluðum regnkápuna í dag. Það var mjög mikil rigning svo það var upplagt að smella sér. Hann sat í sínu sæti á bögglaberanum. Niðurstaða þessarar regnkápu prufu er að kápan er í alla staði ágæt. Ég verð bara að finna uppá einhverju til að brúa bilið milli framhandleggs og handarbaks, rétt aðeins of stutt þegar ég hjóla. Það er spurning hvort ég reyni ekki að sauma bara á ermarnar einhverja framlengingu.

Þegar ég er búin að því get ég sent myndir af því til 66°norður og þeir munu senda mér allar kápurnar sínar og fullt af peningum fyrir að breyta þeim öllum..eða þeir gætu nú líka hlíft mér við að sauma það á sjálf, þeir geta keypt höfundaréttinn af þessari verðandi snilldarhugmynd. Jamm, ég mun græða á tá og fingri, þó ekki eins mikið og af hinu gróðaplaninu mínu sem er að ég og Dísa skvísa förum á Strikið og spilum fyrir landann (þá meina ég Íslendinga, það eru eiginlega ekki aðrir á Strikinu að versla..).

Landinn mun þá henda í okkur fé sínu. Ég tala nú ekki um hversu hræður hann verður yfir undurfögrum hljóðum úr okkar ágætu rörum.
Hér er svo allt gott. Verð að segja að það er betra að vera sólbrenndur í rigningu en í meiri sól…vúff.
Bryndís og co koma í fyrramálið og verður þeim boðið í morgunkaffi áður en þau leggja íann aftur, hlökkum til :)