Það er búið að vera skuggalega heitt. Alveg 28 gráður að mér skilst. Það er svo heitt að ormamaðkarnir þrír geta bara ekki verið úti. Þannig að það er hangið inni í “kuldanum” því það er langtum heitara þar en úti. Ég skundaði í strætó með Helgu í aðra IKEA ferð. Gerði all svakaleg innkaup enda er þá allt komið sem þurfti :) Brunaði þá í Folkeregistrerið og þaðan í Fiskitorfuna í innkaupaferð. Allt á tveimur jafnlöngum nottúrulega, fór bara með tóma barnakerruna.
Annars er lífið bara hreint dejligt. Á kvöldin löfum við Bóndi á svölunum með kertaljós og gerum ekkert. Það er nú alveg nýtt og verður að segjast að það er bara ágætt. Nú er þessi tími búinn að vera eins og ferðalag. Vonandi bráðum fari þetta að lykta eins og venjulegt líf…mannskapur kominn í daglega rútínur, vinnu, skóla og þar fram eftir götunum. Söknum ykkar allra og verið duglega að senda okkur kveðju í kommenta kerfinu. Svo hendi ég inn myndum þegar við erum komin með netið, er enn að ræna af nágranna Helgu.