Já krakkar mínir. Ekki hef ég setið auðum höndum síðustu daga þó ég hafi ekki bloggað um það. Við fengum mÖmmu L í heimsókn og græjuðum og gerðum. Fórum í Tívolí, dýragarðinn, Natur Parken að grilla og hina ýmsu random göngutúra. Göngutúrar eru alveg að verða eitt af mínum uppáhalds athöfnum, eins og ég hataði að ganga.
S.s fórum við í Tívolí. Það var frábært. Ég er ekkert, bara alveg núll, zip, zero, fyrir tívolítæki. Ég veit að fólki finnst það rosalega undarlegt en mér finnst það ekki. Ég hef prófað tæki, reyndar halda börnin mín að ég hafi aldrei prófað tæki, ég held ekki að börnin mín geri sér grein fyrir að ég hafi verið til í heiminum áður en þeirra minni rekur til.
Fór s.s ekki í neitt tæki og var í góðum selskap með mÖmmu L sem fór heldur ekki og Bjútíbínu. Fagri hefur ekki verið fyrir tæki heldur. En fór í nokkur, bara ekkert rosaleg tæki, engin sem snúast í hringi samt, hann er alveg að læra. Hinn lýðurinn tætti um lystigarðinn og hoppaði í hvert tækið á fætur öðru. Svo fengum við ís. Það var uppáhalds tíminn minn í tívolí.
Við fórum líka í dýragarðinn, hér er sagan af því í myndum:
- Börnin glápa hugfangin á dýr
- Dýrin gláptu hissa til baka
- Þessi björn var hress.. honum var líka heitt greyinu
- Bjútíbína svaf
- Ég hef aldrei séð inní munninn á fíl, hann er að sækja sér hey í dolluna
- Selir..eða rostungur?.. einhver af þeim öskraði og öskraði
- Mörgæsunum var nokk sama þó þeir hafi öskrað og horfðu bara uppí sólina
- Á svona heitum degi hlýtur að vera erfitt að vera í svona þykkum feldi..en fallegur er hann
- Áð fyrir nesti. Sprengjan eyddi sínum tíma á höndum
- Táningurinn
- og Fagri.. Sprengjan enn á höndum
- Fórum í trópíska húsið, jesús hvað þetta er merkilegt, þarna er fiðrildi að fá sér appelsínu
- Sprengjan
- Bjútíbína
- Ok.. hef ekki vitað til þess að fuglar sitji með fæturnar svona aftur.. hálf kjánalegt
- Þarna er held ég lama dýr sem er í slökku standi, sést á eyrunum, þau vísa upp
- Þessir eru hinsvegar tilbúnir í slaginn, eyrun vísa afturá bak og reikna ég með að fólk megi eiga á hættu að þeir hræki þá og þegar -fast!
- Strúss.
- Egg strútsins. Þeir virtust ekki vera neitt stressaðir um eggin. Það voru þarna önnur dýr í kring sem virtust annaðhvort hafa tekið eggin sem gísl eða voru þarna sem barnapíur
- Nashyrningar eru komnir í garðinn. Mega flott dýr.
- Fagri var nú hissa að einn skyldi vinda sér svona upp að honum.. nei djók, þetta er plat nashyrningur
- Táningurinn og geiturnar. Ekki svo ókunnug sjón.
- Lítill kengúruungi að fá sér sopann. Ég hélt alltaf að þeir myndu drekka í pokanum, en þessi er kannski orðinn of stór.
- Sprengjan og Fagri hress
- Gíraffar. Vá hvað ég er hrifin af þeim. Undarlegt að sjá þá samt inní húsi, en við vorum svo seint að degi að þeir voru þarna í kvöldmat
- Vissi heldur ekki að neðsti parturinn á ..halanum á þeim er hár
- Þessi únglíngur var spenntur fyrir okkur og vatt sínum langa hálsi út fyrir gerðið til þess að segja hæ og smakka á þessari húfu
- Stelpumynd.
- Bjútíbína og Bústýran
Og svo nokkrar myndir frá hinu og þessu:
- Í Örestads City Park. Já. Daninn er garðaglaður.
- Það er líka Eiginmaðurinn en hann heimtaði að krakkarnir myndu hjálpa sér niður rennibrautina, var eitthvað hræddur
- Krakkar í röð
- Krakkar að bíða eftir stræót. Hvenær stækkuðu þau svona?
- Eiginmaðurinn og Bjútíbína. Fegurð og fegurð.
- Bína leikur á alls oddi í vagninum sínum
- Ok.. Sprengjan í loftinu, Táningur að pósa
- …Sprengjan í loftinu, Táningur að pósa..
- …Sprengjan í loftinu, Táningur að pósa..
- …Sprengjan í loftinu, Táningur að pósa..þessar myndir eru mjög lýsandi
- Fundum þennan litla vin á leiðinni heim frá Zoo. Pínkulítill froskur.
- Einn svaka kúl.
- Þá ákváðum við að fara í Natúr Parken. Í hjólavagninum er matur..mmm.
- Bína alltaf í vagninum, eitthvað að kíkja samt.
- Bræðurnir og síðan tók ég eftir aparnir í zoo gætu alveg haft not af hárinu á mér sem kaðli til að sveifla sér í
- Sprengjan tilbúin í slaginn við grillið.
- Búið að kvekja upp og raða kolunum, og endurraða kolunum, svo laga þau aðeins til, og færa þau svo aðeis fram og til baka og svo raða þeim eins og þau eiga að vera.
- Ást og friður.
- Bína og ég.. ég veit ekki hvað hún sá..
- Það var sennilega eitthvað skemmtilegt
- Svo fór að rigna. Strákarnir voru sendir til að vernda kjötið..
- .. meðan við komum matnum í skjól í skýlinu
- Þð var gult þema hjá okkur. mAmma Lóa og Táningurinn eitthvað að djóka.
- Síðast en ekki síst á þessum dýrðar deginum þá grilluðum við marsmellóvs. Ég hef ekki gert það áður og það er GEÐVEIKT gott.
- Mikið vandaverk sko
- Eiginmaðurinn töfraði fram margar máltíðir handa okkur, þetta var alveg stjörnu gott.
- Gengum upp Strikið. Fundum legókall. Vorum túristar og tókum mynd af krökkum með kalli úr legó..
- Fagri fékk eðlu í tívolíferðinni.
- Það var nauðsynlegt að mynda eðluna á hinum ýmsu stöðum, t.d á þessu kínamerki
- …og á þessu furðulega drekaljónsdýri
- Bjútíbína fékk fyrirfram afmælisgjöf, vesti sem á að notast í haust. Hún er nú svöl. Ég ætla samt ekki að taka þetta vesti fram fyrr en það hefur kólnað.
- Nautin í Amager Fælled. Við sjáum þau útum gluggan hjá okkur, þau halda sig í horninu á garðinum sem er bara steinsnar frá okkur.
- Og á endanum sofnar maður bara.
Mér fannst þessir dagar æðislegir og er búin að vera í tvo daga í öngum mínum, eða frá því að helmingur af fjölskyldunni yfirgaf landið og gesturinn líka. Hér er óþarflega mikil þögn og ótrúlega heitt. Heitt og sveitt.
Ég hlakka til þegar þau koma heim.
Leave A Comment