Já krakkar mínir. Ekki hef ég setið auðum höndum síðustu daga þó ég hafi ekki bloggað um það. Við fengum mÖmmu L í heimsókn og græjuðum og gerðum. Fórum í Tívolí, dýragarðinn, Natur Parken að grilla og hina ýmsu random göngutúra. Göngutúrar eru alveg að verða eitt af mínum uppáhalds athöfnum, eins og ég hataði að ganga.

S.s fórum við í Tívolí. Það var frábært. Ég er ekkert, bara alveg núll, zip, zero, fyrir tívolítæki. Ég veit að fólki finnst það rosalega undarlegt en mér finnst það ekki. Ég hef prófað tæki, reyndar halda börnin mín að ég hafi aldrei prófað tæki, ég held ekki að börnin mín geri sér grein fyrir að ég hafi verið til í heiminum áður en þeirra minni rekur til.

Fór s.s ekki í neitt tæki og var í góðum selskap með mÖmmu L sem fór heldur ekki og Bjútíbínu. Fagri hefur ekki verið fyrir tæki heldur. En fór í nokkur, bara ekkert rosaleg tæki, engin sem snúast í hringi samt, hann er alveg að læra. Hinn lýðurinn tætti um lystigarðinn og hoppaði í hvert tækið á fætur öðru. Svo fengum við ís. Það var uppáhalds tíminn minn í tívolí.

Við fórum líka í dýragarðinn, hér er sagan af því í myndum:

Og svo nokkrar myndir frá hinu og þessu:

Mér fannst þessir dagar æðislegir og er búin að vera í tvo daga í öngum mínum, eða frá því að helmingur af fjölskyldunni yfirgaf landið og gesturinn líka. Hér er óþarflega mikil þögn og ótrúlega heitt. Heitt og sveitt.

Ég hlakka til þegar þau koma heim.