Villtist (eða ekki) inní HM í Malmö þegar ég var þar um síðustu helgi. Það er sko 30% ódýrara fyrir mig að versla með dönsku krónunum mínum í HM í Svíþjóð – og fyrst ég var hvort sem er þar og hafði ætlað að kaupa mér föt, þar á meðal bikiníbrók sem ég ætla rétt að vona að ég neyðist til að nota í sumarhúsinu sem ég fer í eftir smá.

Talandi um prósentur, þá, eins og íslenskir fjölmiðlar segja til um, þá er það þannig að íslenska HM verðið er 50% dýrara. Þú veist, ef ég hefði verið í Svíþjóð með sænskar krónur (ísl. verð kemur ekki fram á verðmiðum hér í dk svo ég hafi séð) þá kosta flíkur í HM í Svíþjóð 50% minna heldur en þær eru seldar á í HM á Íslandi.

En verð er eitthvað sem ég ætlaði sko aldeilis ekki að tala um. Ég persónulega er orðin svo þreytt á því að það skuli vera grundvöllur fyrir svona umræðu að ég er næst því að henda F-ING TÖLVUNNI  ÚT UM GLUGGANN í brjálæðiskasti.

Að bikiníbrókinni.

Ég mátaði hana ekkert í búðinni því ég veit alveg hvaða númer ég nota og ég hef óbeit á  mátunarklefum. Ekki beint útaf því að þeir hafa lýsingu frá helvíti og lætur öllum konum líða illa inní sér, heldur útaf því að fyrir mig, sem er nett bakteríuskelkuð, er það að standa inní þröngum klefa þar sem margir hafa farið úr fötunum að einhverju leiti óþægileg.

Númm þegar ég ætlaði síðan að máta þegar ég kom heim tók ég eftir plastinu sem liggur gjarnan inní sundfötum kvenna sem á að verja sundfötin frá því að taka við of miklum rassasvita. Líka frá litla rassinum að framan. Ég, án þess að hugsa, reif hann bara úr, því ég þvæ allt nýtt sko áður en ég nota það, tók svo eftir að plastið var all ógeðslega kámugt! Bara OJ! Kámugt píkuplast. Píkukám af einhverri dömu sem ég veit ekkert hver er – ekki að það að ég hefði vitað hver það var hefði gert þetta eitthvað skárra.

Ég er ennþá að þvo mér um hendur í æðiskasti.

Brókin passar samt vel og verður fabjúlös með bleika bikiníefrihlutanum. S.s mosagræn brók úr HM og bleikur haldari frá Sloggy. Ég er tískusvikari og skammast mín ekkert fyrir það.