Þetta er það sem ég er að gera þessa dagana.

Hreyfing með breyttu mataræði. Já, held, eða er viss um að það sé nauðsynlegt.

Það eru fleiri ár síðan ég prófaði yoga fyrst. Ábyggilega um 12 ár. Ég hef alltaf elskað það og vill að allir stundi það, en  ætli sé ekki best að allir finni hreyfingu sem henta þeim. Ég fór fyrst í svona heilsuræktarstöðva yoga en svo færði ég mig yfir í Kramhúsið, í allskonar tíma og svo fór ég á námskeið þar í Ashtanga yoga. Þegar ég var búin að vera þar í svosem eins og einn vetur opnaði Ingibjörg Stefánsdóttir yogastöðina Yoga Shala og þá færði ég mig þangað.

Ég æfði þar í annan vetur og flutti svo til Kaupmannahafnar. Þar gekk ég inní Astangaskolen og fór alveg, tjahh.. 10 sinnum eða eitthvað og fór síðan bara ekkert í alveg 2 ár. Sjokkerandi. Kannski nóg að gerast í mínu lífi.

Í janúar 2009 fann ég hinsvegar SATS, sem er líkamsræktarstöð. Ekkert mjög erfitt að finna SATS.. haha, það var í næsta húsi. En ég fór þangað og stundaði svona líkamsræktarstöðvalíkamsrækt. S.s var á svona krossfitlofttæki, hlaupabretti (þar sem ég gat aðeins fengið mig til að hlaupa ef ég var með villta tónlist í eyrunum) og róði í róðrartæki.. og gerði lyftur og beygjur og magaæfingar.  Ég var þar heillengi, alveg í eitt og hálft ár eða svo. Svo sem ekkert breikþrú.. ekkert mega skemmtilegt.

Svo gerðist eitthvað og yfir mig kom yoga andinn aftur, smellti mér í stöð sem heitir Yogamudra, á Christianshavn í Köben. Líka fín stöð.

Svo fluttum við hingað heim í apríl og núna í júní, á svipuðu tímabili og ég ákvað að “hingað og ekki lengra” væri málið í umhugsun líkamans. Ég er búin að fara bara í tvær  vikur reglulega, fer þrisvar í viku til að byrja með, stefni á æfingu á hverjum degi ( já ég er með metnaðarfyllisrugluna). En sannleikurinn er sá að ég finn mun strax. Mér líður mun betur í vöðvum og liðamótum.

Aðal atriðið er að læra að vera í núinu og hlusta á líkamann.