Við höfum verið við venjuleg heimilisstörf undanfarið. Til dæmis hentu krakkarnir og Halla Rakel (hún býr fyrir neðan okkur) í jólaköku í gær

Þau skiptust á að setja hráefnin oní skál. Sindri sat í sínum stól og horfði á. Það má segja að allt hafi verið í hveiti eftir þetta, það var alltí lagi því kakan er glimrandi góð.

IMG_6155
Sindri fékk þríhjól frá ömmu Lóu. Það er meiriháttarflott hjól og hann er mjög ánægður með það. Hann er samt ennþá innan við tveggja ára og hjólar því stundum bara með öðrum fætinum…

IMG_6144
Aldurinn hefur hinsvegar ekki hindrað hann í að spila góð lög á píanóið og nota pedalana og allt með. Þarna spila þeir bræður fjórhent.

IMG_6113
Það er allt í vösunum hjá þessum börnum. Sunneva kom heim með þessa snigla í húsunum sínum um daginn. Ég var ekkert sérlega hrifin af því en lánaði þeim plastdollu og þau gáfu þeim sykur og settu mold í dolluna til þeirra. Fyrir einhverja töfra (væntanlega náttúrunnar) þá voru sniglarnir horfnir daginn eftir, þeir hafa fengið aukinn kraft af sykurátinu…

IMG_6105

Við vorum á leið í göngu eitthvert og biðum meðan Bóndinn fór með borvél til AHG, en á meðan biðum við Sindri úti og þá kom poki fljúgandi, það er s.s pokinn sem svali litli er að benda á.

IMG_6091
Fyrir viku kom Sæa í heimsókn. Það var þannig að þegar ég var að þrífa á gistiheimilinu sá ég töskur í þvottahúsinu. Þeim bölvaði ég og varð svona litið (já eða ég þreif í merkimiðann til að sjá nafnið á þorpurunum sem ættu töskurnar) á merkimiðana og sá nafnið hennar Sæu. En spennandi. Sérstaklega fyrir Gumma því hann er mjög hrifinn af henni. Það var því sögustund þegar Sæa kíkti við í kaffi og svo fóru eldrisystkinin í Dýragarðinn með henni á Sunnudaginn.

Annað er við sama heygarðshornið. Við vöknum á morgnana og skutlum liðinu í skólana, þá fer Bóndinn í vinnuna og ég líka. Ég er byrjuð í fjarnámi og það er spennandi, fer í fyrsta flautu tímann á morgun, fyrst það var enginn síðast og svo hefst dönsku námið í endann á September.

Nú er suðusúkkulaðið og mysingurinn búinn….það er ekki úr vegi fyrir útvalda að senda oss svo sem suðusúkkulaði og mysing (eða koma með kælivöruna þegar þið komið í heimsókn, sem er vonandi bráðlega :). Einnig finnst okkur góður appollo lakkrís (sjett, mamma hvað afgangapokinn var fljótur að fara..), nóakropp og margtfleira.

Ég skil ekki afhverju ég gleymdi að segja það hér, líklega því ég var of upptekin í að éta það sem kom, en Lóa sendi okkur dýrðarkassa með t.d harðfiski og nóakroppi…..JÖÖÖÖMMMÍ