já.. prófaðu að googla couch potato (sófakartafla) og sjáðu að sófakartafla er í rauninni orð yfir sóðalegan karlmann eða hund í sófa, eða orð yfir heita konu að aka sér til og frá …í sófa.

Fór á rosalega tónleika áðan. Fyrir það fyrsta var miðbarnið að þeyta lúðurinn en svo var þarna dásamleg lúðrasveit sem alveg spilaði svo fallega og skemmtilega.

Á tímabili átti ég erfitt með að fara ekki að grenja (ekkert nýtt sosum), svo átti ég erfitt með að hemja gleðisvipinn (þúst, til að virka ekki eins og fáviti) og þá fannst mér á köflum ég leysast upp í algleymi einhverskonar og ferðast um rúmið á hljóðum og andadrætti þeirra sem spiluðu, algerlega sameinuð þeim og öllum í salnum. ..aaaahhhhhhhhhh.

Þegar maður eyðir kvöldi sínu svona þá sér maður hvað það er ógeðslega, pípandi, barf leiðinlegt að vera sófakartafla og sennilega þessvegna sem ég hef aldrei lengi dugað í því hlutverki.