Hefst þá bakstur. Þetta er piparkökudeig sem ég fann á netinu. Það er ekki gott. Og það var mjög erfitt að gera myndakökur úr því. En ég henti líka í spelt piparkökudeig, það var heldur ekkert ýkt gott en það harðnaði allavega í ísskápnum og var hægt að nota fyrir myndakökur.

Ég auglýsi hér með eftir góðri svona, þú veist, alvöru mynda-piparköku uppskrift!

Hingað komu svo 3 vinir Sprengjunnar og þau hjálpuðu til með að baka. Þeim fannst það meirihátta gaman. Og þetta var pínu fyndið því þau sáu hvað ég var í þann mund að fara að bardúsa og þustu að, vildu fá að vera með. Það var sko í lagi, enda leikurinn til þess gerður. Þau flöttu út af kappi og stungu út af kappi, bjuggu til svona litlar kúlu piparkökur (eða pebernödder=peúvvanöððahh) af kappi, mótuðu allskyns furðu kökur af kappi og ötuðu allt út af kappi. Reyndar bara í kringum eldhúsborðið. Þetta tók allt saman um það bil 20 mínútur, svo mikið kapp var á þeim.

Haha, mér finnst 8 ára krakkar vera fyndnir krakkar, þau höfðu öll allskonar meiningar fyrir allt sem þau sáu heima hjá okkur. Þarna eru þau. Sprengjan með húfu sem ég gaf henni fyrir ekki svo löngu og ég hef ekki fengið af síðan, Josephine og svo drengirnir, sem við vissum engin deili á fyrr en við vorum mætt á frítíðsheimilið sem þeir eru geymdir á, Marcus og Alfred. Þeir voru alveg rosalega góðir, engin læti og afar kurteisir.

Jóhannes Örverpi hinn fallegi, sem er í þann mund að stækka uppúr öllum buxunum sínum. Hann notar skó númer 30, hann er bara rétt að slefa í 5 árin..maður minn og mæna, verður hann 7 og farinn að ræna mínum skóm!?!

Hann vildi auðvitað líka baka og var bara alveg jafn fljótur  og þau að fletja út, stinga út og ata út.

Ég nefndi við hann að nýta deigið, s.s ekki gera bara tvö í miðjunni og hafa ekki pláss fyrir fleiri. Get ekki sagt annað en að hann taki leiðbeiningu vel.

Annars er hér bara allt venjulegt. Frekar pökkuð vika en ég finn merkilega lítið fyrir því að það sé pakkað því ég er orðin svo meirihátta góð í að hlaða ekki á mig. Hér eru búin að vera litlujól hjá Jóhannesi Örverpi, tónleikar hjá mér  og eldri í byrjun næstu viku, tvöföld vinna þar sem veskið mitt er svo létt að læknirinn er farinn að hafa áhyggjur.

Eitt sem mig langar að nefna. Var einhver sem hafði ennþá enga hugmynd um hvað ætti að gefa mér í jólagjöf?.. þó að mig langi bara að allir séu í hæsta máta hamingjusamir þá sárvantar mér skirfborðsstól. Nei bara svona ef einhver liggur á heilu þúfunum af fé og vill endilega gefa til góðgerðamála.