Ég er ekki frá því að í 100 skipti nú í “vor” að ég haldi að nú sé þetta looooksins að gerast hérna í Köben, að það fari að vera “útlandalykt”, heitt, heit gola, fögur kvöld með sólsetri, rokna rigning og þrumuverður..en samt heitt :)
Það hefur verið að gerast frekar oft að ég er að segja einhverjar sumarfréttir hér en svo hefur næsti pistill verið um einhverjar ánskótans snjókomur og lítil tryllitæki sem moka snjó klukkan 22:00, var ég ekki búin að segja frá því þegar við heyrðum í vetur um tíu leytið (þegar allir eru farinir að sofa í Köben nema Íslendingar) eitthvað suð. Það hafði snjóað fyrr um kvöldið og það var greinilega ekki seinna vænna en að bruna út í garð á lítilli mannhæðarhárri “gröfu” til að skafa stéttina..ég veit ekki við hverju húsvörðurinn hefur búist, kannski að snjóinn myndi festa hér….ég hef ekki séð það gerast, þó það hafi verið stundum pínu fros um morgun.

En svona í alvöru þá held ég að það gæti alveg verið farið að hlýna, þó það sé ekki komið bikinís veður strax.

Rest Félagsbúsins kom heim á sunnudaginn. Allir voru góðir í fluginu, eða alveg þar til Sindri ákvað að tjúllast yfir því að sitja í beltinu í lendingu. Hann var svo þreyttur síðan að hann sofnaði á öxl Bóndans og þegar ég hitti þau þá lá hann oní efri körfunni á svona töskukerru steinsofandi…einstkalega fyndið.

Mér finnst gott að eiga engan bíl. Þeir eru dýrir, tímafrekir og oft á tíðum óþægilegir. Bíst ekki við að ég myndi taka svona sterkt til orða heima á Fróni, en þetta finnst mér hér. Mér finnst frábært að hjóla. Maður getur hjólað í gegnum miðbæinn og mannhafið og maður getur líka hjólað gegnum skóginn. Bæði jafn skemmtilegt.

Í skólanum hef ég nú hafið gerð tölvuleikja…er það nú helst til furðulegt miðað við sýn mína og almennan áhuga á tölvuleikjum? Við eigum engar leikjatölvur og ég fæ nú bara grænarbólur (með greftri) og bregst ókvæða við ef lítil rödd segir “mamma má ég fara í tölvuna…miiiig lángar í pleeeeeiiisteistjón….”Það liggur við að ég fái útbrot. Sonaeriddahh