IMG_1204

Fórum ferð í skóginn í góða veðrinu um helgina sem leið. Ó MIG frábæra, hvað er mega gott veður. Svo dásamlegt og æðislegt. Fyrir skammdegiserfiða manneskju eins og mig sjálfa þá er svona lagaða, þá sól og hiti hreint og beint allra meina bót.

Við tókum pönnukökur með í makkintossdollu og planið var ss að finna bekk inní skógi, setjast og éta pönnukökur og þamba vatn.

IMG_1206

Sprengjan alveg í S-inu sínu.

IMG_1209

Daninn er oft og mörgum sinnum með allskonar listaverk útum allt. Ég er mikið búin að spekúlera hvað þetta eigi að vera. Það er síðan vatn í kringum þetta, sést ekki þarna, en gangarnir að miðjunni og oní miðjunni á sennilega að vera með vatni í. Mér hefur helst dottið í hug að þetta eigi að vera einhverskonar túlkun á fiðrildi..

IMG_1210

Flottir litir á jörðinni undir “vængjunum” á meintu fiðrildi. Svo bergmálar undir vængjunum. Krakkarnir voru undir þessu eins og kálfar í rassaskvettum á fyrsta útidegi vorsins. Ekki að ég hafi haft þau tjóðruð inni, þetta gerir bara víðátta, þau bara tryllast og byrja að hlaupa um og góla. Mér finnst þetta listaverk alveg fallegt. Daginn eftir, s.s á sunnudeginum, fyrir hádegi, þegar ég var að koma heim úr yoga, þá sá ég konu vaða þarna yfir vatnið og inn að miðjunni á listaverkinu. Ég hélt ég væri að verða vitni af einhverju ótrúlegu, eins og svona geðbilunar atriði eða að konan væri hreinlega að frelsast. En þá var einhver leikur í gangi meðal hlaupara inní skóginum, það voru miðar útum allt sem fólk hljóp að og skoðaði og hélt svo áfram að hlaupa. Það var s.s miði í miðju listaverksins.

IMG_1216

Litli (eða ekki svo litli) náttúruskoðarinn minn. Hann tók með sér kíki og grandskoðaði hina ýmsustu þætti náttúrunnar.

IMG_1220

Það voru líka teknir með fjarstýrðir bílar. LOKSINS hægtað fara með þá eitthvað út og keyra. Bíll Búnglingsins varð batteríislaus strax, karli föður hans til mikils ama. Ég er ekki viss, en ég held að Eiginmaðurinn þjáist af einhverskonar barnæskuþrá til þess að eiga fjarstýrðan bíl. Það varð næstum uppi fótur og fit þegar hann vildi eiginlega ekki sleppa fjarstýringunni og keyrði bílinn hans Búnglings næstum útí einhvern poll.

IMG_1218

Flokkurinn minn séður aftan frá. Ég rek alltaf lestina, ég er svo lengi að labba.

IMG_1222

Við Sprengja og Bjútíbína að sjálfsögðu. Hún er nú meiri bínan. Ég held að ég þurfi að fara að venja hana af mér, svei mér þá. Ég held ég þurfi að fara að spretta upp saumnum,  hún er alveg gasalega háð mér. Ég er annars ótrúlega upp með mér að hafa búið til svona flott börn, hefurðu bara tekið eftir því?

IMG_1225

Það er síðan allt útí þessum hér fína vorboða. Ég veit ekki hvað tréð heitir. Ég nenni ekki að vera einhver besservisser og slá um mig með plöntunöfnum, ég nenni ekki að leita uppi hvað þetta heitir. Mér finnst þetta hinsvegar svo ótrúlega fallegt að ég fer yfir mig þegar ég sé þetta.

IMG_1227

Hann er ekki að pissa. En strákar verða alltaf strákar. Litlir strákar taka litlar spýtur eða sprek. Stórir taka stórar spýtur eða heilu trén.

IMG_1228

Gengið núna 29.mars 2014

DSC_0003

Gengið í september 2008. Sjá bara hvað þau stækkuðu hratt og örugglega. Og svo flott eru þau.

IMG_1238

Ég elska gönguferðir með fjölskyldunni. Fagri og Sprengjan hlóðu móður sína blómum. Ég tyllti þeim í hárið á mér bara. Var bara eitthvað svo góður dagur.

IMG_1236

Allskonar fyrstu vorboðar. Ég veit heldur ekki hvað þeir allir heita.

IMG_1242

Það var sko þannig að við eltum höfuð fjölskyldunnar, sem er náttúrulega ég, en þegar við erum bæði með í för, þá ég og Eiginmaðurinn, þá látum við alltaf eins og það sé hann. Sem sagt, við hin eltum hann bara inní skóginn. Lýðurinn var náttúrulega alltaf að bíða eftir að fá pönnukökurnar, enda nýlunda að það var klínt á þær súkkulaði.

Það þótti ekki við hæfi að setjast á fyrsta bekkinn, þá vorum við líka bara nýkomin inní skóginn. Það þótti heldur ekki við hæfi að setjast á næsta bekk, hann var ekki á réttum stað. Svo komu svona 3 bekkir með fólki á. Þá kom risastórt svæði með mörgum bekkjum og stórum steinum sem hægt væri að setjast á en ekki alveg tímabært ennþá.. OG svo komu fleiri bekkir en aldrei réttur staður, tími eða þeir voru uppteknir. Til að gera langa sögu stutta þá vorum við búin að ganga í 2 tíma og næstum komin heim aftur þegar það var gerð uppreisn í hópnum og heimtað pönnurnar ekki seinna en strax. Við gengum samt aaaðeins lengra, rétt aðeins til að sjá hvað væri að gerast við næsta horn. Við beygðum á endanum inná kúasvæði sem er þarna í skóginum. Stoppuðum við engan bekk og engan stein. En pönnukökurnar voru æði góðar.

IMG_1240

Svo má alltaf sitja á tré.

Annað er bara gott að frétta. Ég er yfir mig hrifin af skólastarfinu hér. Nú er svokölluð feature uge, eða þemavika eins og við þekkjum heima. Búnglingurinn er á arkitektaverkstæði og Sprengjan í Kúltúrhúsinu. Það er nú eitthvað fyrir hana. Á miðvikudaginn, tjáir hún mér, á að gera leikrit og hún á að vera Justin Bieber. OG ! Hún á að syngja lag alveg ein fyrir framan fullt af fólki. Það er hún meira en lítið til í. Við gætum varla verið meira ólíkar ég og hún, amk hvað þetta varðar.

Fagri er að fara í fyrsta skiptið á frítt á morgun. Hann er búinn að vera spenntur alveg þangað til áðan. Þá var hann eiginlega ekki alveg viss um hvort hann vildi nokkuð fara. Við sömdum um að ég kæmi bara með fyrsta daginn og við myndum sjá til hvort hann vildi vera einn eftir eða hvað. Úff hvað við erum hinsvegar lík ég og hann, amk hvað þetta varðar.

Góðar stundir síðan til þín. Ég ætla að skríða uppí enda klukkan miðnætti. Það er búið að breyta tímanum, þannig það er tveggja tíma munur núna. Ætti frekar að vera að skrifa á morgnana.