Þvottapoki með víxlhekli

Þvottapoki með víxlhekli

Ég datt niður á þetta hekl spor fyrir skemmstu og finnst það ferlega flott. Aftur, eins og með block stitch, þá er mér fyrirmunað að finna gott íslenskt nafn á það. Það getur hinsvegar vel verið að það sé til íslenskt nafn, ég bara veit ekki af því. Ef einhver veit það, þá væri ég aldeilis til í að heyra af því!

Crunch er að mínu viti eitthvað svona krump, eða saman dregið, mér finnst sporið bara ekki bera neitt þessháttar með sér…hvað um víxlhekl ? Það kannski passar vel við hvernig mynstrið lítur út og það eru alltaf tvö spor sem eru hekluð á víxl. Ég kalla þetta víxlhekl þar til ég fæ að vita annað.

UPPSKRIFTIN
Lykkjur í mynstrinu:

  • kl = keðjulykkja
  • ll  =loftlykkja
  • hst = hálfur stuðull

Heklið ll í margfeldinu 2 + 1 þar til óskaðri lengd er náð. Þ.e hekla t.d 10 x 2 ll = 20 + 1 = 21 lykkja.

1. umferð:  kl í 3. lykkju frá nál (telst sem 1hst), hst í næstu ll  *kl í næstu ll, hst í næstu ll*  endurtaka frá * – *, enda á 1kl í síðustu ll.

2. umferð:  2ll (telst sem 1hst), hoppið yfir fyrstu lykkju, *kl í næsta hst, hst í næstu kl* endurtaka frá * -* enda á 1kl í efstu ll fyrri umf.

Umf. 2 endurtekin þar til stykkið er orðið eins stórt og vill.

SKÝRINGAMYNDIR

1

Heklið keðjulykkju í þriðju loftlykkju frá nál

Ein keðjulykkja hekluð. Passið að hafa keðjulykkjurnar ekki of fast heklaðar, þá gæti verið von á vandræðum í næstu umf.

Ein keðjulykkja hekluð. Passið að hafa keðjulykkjurnar ekki of fast heklaðar, þá gæti verið von á vandræðum í næstu umf.  Hst kemur í næstu ll.

Uppskriftin hljómar uppá kl og hst til skiptis.

Fyrsta umf. hekluð, kl og hst til skiptis, kl í síðustu ll.

Umf. 2. Hoppa yfir fyrstu lykkju og hekla kl í fyrsta hst.

Umf. 2. Hoppa yfir fyrstu lykkju og hekla kl í fyrsta hst og svo halda áfram og gera hst í næstu kl.

Hst koma í kl fyrri umf.

Hst koma í kl fyrri umf.

Hst í síðustu kl og kl í efstu ll fyrri umf.

Hst í síðustu kl og kl í efstu ll fyrri umf. Það getur verið svolítið erfitt að sjá hvar síðasta kl er, en hún er þarna :)

Mynstrið lítur þá svona út þegar umf. 2 hefur verið  hekluð nokkrum sinnum.

Mynstrið lítur þá svona út þegar umf. 2 hefur verið hekluð nokkrum sinnum.

Í þetta fína þvottastykki notaði ég mandarin petit og nál nr. 3.