Við viljum bara öll vera nær hita og ljósi núna. Mikið er ógisslega kalt. En héðan útum gluggan minn sé ég að dagurinn (já.. uppúr kl. 12) er að koma og ég held að hann verði stjörnu fallegur. Sólskin og vesturbærinn er úr gulli. Tveir pistlar sem ég hef lesið í þessari viku eru mér ofarlega í huga. Annar um fjárhagsvanda og hinn um það hvernig fólk er svo fljótt að gera lítið úr sjálfu sér.

Byrja á þeim síðarnefnda. Æi.. ég nennnnnnnesssekki. Andskotans ógeð er hvað framleiðendur geta verið ógeðslega gráðugir og falskir. Eins og þessi ágæta kona í áðurnefndum síðarnefnda pistli er að tala um, hvað fólk er tilbúið til að versla fyrir meira en allan peningin einhver kemísk efni sem eiga að gera eitthvað fallegra, eftir uppskrift hins alþjóðlega útlisforms (AÚF),  eins og að gleypa pillu til að gera augnhárin þykkari… já.. því að augnhárin væru það eina sem myndi þykkna. Ég sé fyrir mér þykk, löng, svört hár á höku, yfirvör og geirvörtum, eða allstaðar þar sem hár eru fíngerð og ljós. Fyrir utan þetta atrðiði í pistlinum tæpir hún á því hvernig við erum oft á tíðum óhæf um að taka hrósi og í staðinn fyrir að segja bara takk þá byrjum við (en ekki ég samt sko..ég er að tala um ykkur) alveg.. nei, þessi ljóta drusla, ..já oj, mér finnst ég svo ljót í dag.. og þið vitið. Til þess að mótmæla þessu hef ég ákveðið að stofna félag (sem ég held að hljóti að vera sirka fertugasta og fimmta félagið sem ég hef stofnað) um það hvernig árið 2012 muni verða árið þar sem allir hætta að kaupa sér yngingar krem og halda að þau muni í alvöru eyða hrukkunum. Og allir byrja að vera sjálfselskir, en ekki þannig sjálfselskir, heldur sjálfs-elskir. Eins og í að elska sjálfan sig. Ég ætla að elska sjálfa mig, ekki með því að kaupa mér allskonar heldur með því að borða hollt og yoga og allt það, þú veist.

Félagið mun heita Sjálfselskufélagið. Þeir sem eru ekki til í að vera jafn góðir við sig og þeir myndu vera við börnin sín, mega eiga mig á fæti. Það er erfitt, því ég hleyp surpræsinglí hratt.

Að hinum pistlinum sem ég las.  Það sem ég hef að segja um það þarf annan póst.. hann verður hérna fyrir ofan eftir augnablik.