vetrarsolstodur8

Síðasti dagur í myrkri.. eða þannig. Ég var að uppgötva bara núna í dag að dagurinn í gær, á vetrarsólsstöðum, má hafa fyrir svona tímamótadag. Hingað til hef ég bara fengið sterkar tilfinningar varðandi að loka einhverju og skilja það eftir og byrja eitthvað nýtt þegar árinu er að ljúka og nýtt byrjar. Er ekki bara tilvalið að hafa það líka þegar það eru vetrarsólstöður…og kannski bara sumarsólstöður líka.

Veðrið var það fallegasta sem ég hef séð. Það var svo fallegt að ég allt í einu sá betur, heyrði betur og fann lykt betur. Ég er ekki að djóka, skynjunarfærin stækkuðu af einhverjum ótrúlegum ástæðum. Alveg kyrrt, frostmark og ég rétt náði að sendast út til að taka af þessu myndir, sem náttúrulega sýna ekki rétta mynd af litunum frekar en venjulega. Ferlega erfitt að fanga dans náttúrunnar á filmu.

vetrarsolstodur

Eruði að sjá þetta!! Þvílík dýrð!

vetrarsolstodur7

Eitthvað meirihátta duló að gerast handan við hornið. Fljúgandi hált alveg.

vetrarsolstodur6

Stökk í gegnum sjúkrahúss skóginn. Grenilyktin ómótstæðileg og kyrrðin dásamleg.

vetrarsolstodur5

Eitt tréð greinilega misst toppinn og þá er hann bara græddur á aftur. Allt er ekkert mál.

vetrarsolstodur4

Einhversstaðar niðri í Grundartúni. Svo fallegt. Líka ölduhljóðið í sjónum, fuglakvak margra fuglategunda. Pínu skrjáf í grasi, svona því sem stendur uppúr snjónum og svo bara minn eigin andadráttur. Engu að bæta við og ekkert til þess að fjarlægja.

vetrarsolstodur2

Og svo út fjörðin. Sólin gerir sjóinn grænan og snjóinn gylltan. Er það ekki bara marvelos hvað litirnir í náttúrunni tóna fullkomlega saman, bara alltaf, sama í hvaða veðri og skyggni. MJÁ! Ég fer yfirum af hrifningu.