Núna um þetta leiti er bara einn almanaksmánuður þar til ég má eiga von á fjórða erfingja krúnunnar. Ég er búin að reikna allar mögulegar útkomur á því hvenær þetta barn mun kíkja niður um klofið á mér, en auðvitað get ég ekki sagt til um hvaða dag það mun koma. Ef ég myndi vita það myndi ég eflaust fá rosa kvíða yfir að vera að fara í gegnum þennan nær óbærilega sársauka. JÁ! Það þýðir ekkert fyrir neinn að segja við mig að þetta sé ekki vont! Og mín reynsla er sú að það er ekki gott að heyra, þegar maður er með 7 í útvíkkun, af ljósmóður sem stöðugt er að spyrja hvort maður finni einhvern ándskotans þrýsting niður, svona þegar maður kveinkar sér aðeins, að þetta fari nú að vera búið og að verðlaunin séu nú ein þau bestu.

Kæra ljósa. Mér er, þegar mér dettur ekki annað í hug en að það muni sennilega enda með dauða mínum af sársauka og að líkami minn muni sennilega klofna í tvennt, alveg skítsama um verðlaun þetta og verðlaun hitt. Ég næ ekki einusinni að skoða í huganum hvort ég finni þrýsting niður.

Ég er ekker fúl sko, hehe. En ef ég held áður uppgefnu munstri barneigna þá mun þessi birtast rétt fyrir eða rétt eftir 38 vikurnar. Það eru bara 3 vikur í að ég verði komin 38 vikur. Scary.

Að allt öðru.

Ég hef ekki getað flutt myndir af myndavélakortinu fyrr en í dag og þessvegna ætla ég að setja inn nokkrar myndir, frá því í vor og núna undir það síðasta.

ÍÞRÓTTIRNAR

IMG_1850Búnglingurinn hefur verið í fótbolta í vetur og er ennþá. Hans lið lenti í 2. sæti á Faxaflóamótinu. Það var almenn gleði með það held ég bara.

DSC_0002Þeir urðu líka einhverjir meistarar fyrr í vetur, en ég man alls ekki hvaða titil þeir fengu. Kenni meðgöngumóðunni (sem er þekkt fyrirbæri og afsökun fyrir heimsku óléttrar konu) um.

DSC_0141

Sprengjan lenti í 2.sæti á innanfélagsmóti nú í enda annar. Hún fékk reyndar tvö silvur, eitt fyrir stökk og svo meðgöngumóða.

DSC_0146

Sprengjan og nokkrar í hópnum hennar. Ég er nú ekki að sjá það gerast, eða kannski vill ég það ekki, en hún segist ætla í fótboltann næsta vetur. Miðað við fjölda handahlaupa, handstaða og framflikkkollnhýsíloftinustökk á dag sem hún framkvæmir hér í garðinum og í götunni..já og á gólfinu fyrir framan sjónvarpið, sérlega þegar við erum að horfa á það, þá þykir mér mjög undarlegt ef það verður að veruleika að hverfi í boltann.

DSC_0121

Örverpið á innanfélagsmóti. Æfingar á karlatvíslá. Hópur með 6-7 ára guttum í fimleikum er alveg óborganlegt að horfa á.

DSC_0123

Heilsa dómaranum, ekki má gleyma því. Hann fékk síðan gullpening fyrir frammistöðu sína á innanfélagsmótinu. Mér fannst það svo hjartahlýjandi að ég gleymdi að taka mynd.

DSC_0103

Sprengjan og hennar hópsystur að marsera á milli áhalda.

IMG_20130529_123959

Þessi sem á að nota þessi föt stundar bara spörk í vömb. Ef ég man rétt þá er hún mest sprækasti bumbubúinn sem ég hef haft innanhúðar.

GARÐURINN

IMG_1831

Sannarlega búið að rækta helling hér í húsi, byrjaði í febrúar. Keypti 30 og eitthvað tegundir af fræjum. Skemmst er frá að segja að það eru ekki þrjátíu og eitthvað tegundir í garðinum eða gluggakistum núna. Sem betur fer, þetta tekur ekkert smá mikið pláss. En niður fóru kartöflur í tvo leigugarða hér í Reykjanesbæ. Nokkuð mikið af sumarblómum drukknaði eða ofþornaði. Ég held ekki að ég nenni að rækta aftur sumarblóm. Finnst það eiginlega ekki skemmtilegt og ætla bara að kaupa mér í búðinni næsta sumar það sem ég ætla að hafa af þeim, þau eru kannski 10 alls sem ég ætlaði að nota hvort sem er.

Þetta er tekið ábyggilega í apríl eða maí. Nokkur sumarblóm, nokkuð af grænmeti og kryddjurtum.

IMG_1832

Tómata og paprikuplönturnar í sennilega apríl. Núna er þetta alltsaman svo risavaxið að það varla kemst ljós innum gluggann og þeir í hvítu fötunum þarna eru komnir niður á gólf og náðu að brotna undan eigin þunga áður en ég náði að búa til stuðningsnet fyrir þá. En það eru sjáanlegir 4 tómatar í þroska. Gaman :)

IMG_1833

Búin að færa draslið út í herðingu. Grænkál, rautt grænkál, brokkólí og eitthvað fleira grænt. Lavender, sætar baunir, sumarblóm, graslaukur og fleira góðgæti. Fattaði svo að það er ekki hægt að segtja eymingjana bara út í rok og óveður vorsins í ár svo ég:

20130524_202738

…setti þær oní heitapottinn sem hvort sem er, er ekki tengdur ennþá. Setti svo akríl dúk yfir. Og svo rigndi og rigndi og rigndi. Og RIGNDI! Ég gleymdi (móðan aftur) að ég hafði fóðrað alla bakkana sem ég átti með álpappír svo ég gæti vökvað þá með könnu inni, svo ég þyrfti ekki að labba með hvern og einn í vaskinn.. en þeir fylltust allir af vatni í bottinum sem rigndi og rigndi ofaní og helmingur uppskerunnar er því örendur í heitapottinum.

20130528_174338

Tróðum hænunum í trjábeðið og svo sáði ég í beðið þarna við hliðina á og í beðin tvö við hliðina á því fór forræktaða draslið sem ekki drukknaði, sjáum hvernig því reiðir af, kínakálið er sterkast. Og í síðasta beðið fóru nokkrar kartöflur.

IMG_20130608_154550

Fyrir framan hús er hinsvegar allt í hassi. Þarna var Eiginmaðurinn og moldvarpa með meiru byrjaður að stinga upp framgarðinn. Ég og  vömbin rúlluðum út og greiddum úr sætbaunaflækjunni og gróðursettum, set mynd af því síðar hvernig það endaði. Þarna í horni myndarinnar má síðan sjá gróðurkassana sem hinn fagri og handlagni Eiginmaður smíðaði fyrir jarðaberjaplönturnar sem ég fékk, alla leið af norðurlandinu. Það leið nú vika frá því að þær komu til mín og að þær komust í mold. Það var svo fúlt veður að það var varla hundi út sigandi svo engir gróðurkassar urðu til fyrr en viku síðar. Merkilegast var að jarðaberjaplönturnar litu út fyrir að þríeflast við að vera í roki og rigningu. Byrjuðu að mynda ný lauf í kassanum sínum og voru stinnar sem aldrei fyrr. Það er annað að vera landsbyggðar og rokbarin jarðaberjaplanta heldur ein innialin hálfdrukknuð bæjarplanta.

20130608_143534

Búin að skipta öllum jarðaberjaplöntunum og þær enduðu með að vera sirka 20. Það sem ég hlakka til að sjá hvað verður úr þessu !

IMG_1836

Mynd af óreiðunni áður en beðin voru sett í þetta gat í bakgarðinum.

DSC_0109

Mokarinn og moldvarpan við vinnu sína. Ég nennti ekki einusinni út til að taka myndina enda á þessum tíma svo blóðlítil að lá við að yfirlyki.

DSC_0115

Stoltur af sér. Ég var það líka. Þetta gengur auðvitað allt hægt svona með handafli og var ég búin að nefna alla rigninguna.

DÝRIN

20130524_203054

Við erum leynt og ljóst að stefna að því að gerast bændur. Við verðum sennilega komin með öll dýrin áður en við verðum komin með bóndabæinn. Það kemur að þessu auðvitað, en ætti ekki að koma neinum á óvart að við förum öfugt í þetta. Ein hænan þarna á myndinni. Hún var í kynningu við hundinn. Honum var ekki skemmt.

20130528_174041

Frænkurnar þrjár hafa það fyrir venju að tsjilla í sólinni á túnþökunni sem þær skófluðu í sig á núll einni. Túnþökunni var síðan snúið við og þær týndu orma þaðan og fleira góðgæti.

20130601_011946

Hundurinn er flestum stundum frekar slakur og sefur oft á tíðum í fáránlegum stellingum.

20130614_212622

Þá heldur hann að hann sé Eiginmaðurinn og eigi að vera þar sem hann er, nákvæmlega. Annars eru þeir tveir sem óaðskiljanlegir síamstvíburar. Ómögulegir án hvors annars.

20130604_154016

Getur verið svo spekingslegur, eins og hann viti í alvöru lengra en að sleikja á sér afturendann.

20130613_104922

Hér kom svo í ljós að skólpið er í sundur. Það kom ekki skítaflóð sem betur fer heldur komumst við að þessu því inn komu pöddur sem mér líkaði ekki við og mundi svo eftir svipuðu atviki úr æsku þar sem foreldrar mínir slógust við svarta klósettmaura með piparúða, táragasi og öðrum pöddudrápurum. Hér hefur s.s verið brotið upp klósettið og grafin upp innkeyrslan.

IMG_20120427_173037

Og við geymum sultuna svona. Svo mikið notuð að það er óþarfi að fjarlægja skeiðina úr henni og setja lokið á.