Þá eru loksins allir komnir í skólann. Þrettándinn og Sprengjan byrjuðu á mánudaginn síðasta en Fagri núna í gær. Hann var eiginlega alveg að klepra úr leiðindum þessa þrjá fyrstu daga í vikunni þegar allir hinir voru komnir í skólann. Hann var svo mikið að klepra að hann komst eiginlega ekki til þess að gera eitt eða neitt.

sindri-i-budinni

Það þýðir þá ekkert annað en að taka hann með í dagsverkið, sem í fyrradag var búðarferð. Síðan aftanívagninum á hjólið okkar var stolið hér um daginn þá höfum við bara hendurnar og svo barnavagninn til þess að bera heim úr búðinni. Það getur alveg verið flókið mál þegar upp kemur sú staða á heimilinu að það bókstaflega ekkert til. Við fórum því í stóra búðarferð, hann keyrði innkaupakörfuna og var með almennar áhyggjur af litlu systur sinni sem ég keyrði í vagninum. Hún var með læti og gauragang. Honum fannst ég ekki vera nógu mikið með á nótunum að passa að barnið myndi ekki bara vippa sér úr vagninum og hlaupa organdi heim á leið, svona eins og hestur sem þýtur bara heim án þess að spyrja kóng eða .. knapa. Hann varð sigri hrósandi þegar kom í ljós að það mátti taka með sér legó bækling úr búðinni. Þegar hann var kominn með bæklinginn í hendurnar var engu röfli við hann komið, hann steindleymdi öllum áhyggjum af litla dýrinu og heyrði ekki stakt orð af því sem ég sagði.

endurvinna-eda-deyja

Fyrir framan okkur á kassanum var kona með innkaupa poka. Ekki það að vera með innkaupa poka sé eitthvað furðulegt, hér eru allir (ekki ýkjur, 90% myndi ég giska á) með tau eða einhversknoar margnota innkaupapoka. Í þessu pakkningasamfélagi þá finnst mér það vera einmitt það sem við eigum að gera, og sennilega það auðveldasta sem við getum gert til þess að sporna við allri plastmenguninni.

Það er það sem stendur á pokanum sem mér fannst hálf extrím eitthvað. Bara endurvinna eða DEYJA!.. Vó. Róleg!(eins og úngviðið segir stundum við aldraða móður sína.. ég reyndar hef bannað þeim að segja þetta við mig, fer alveg meirihátta í taugarnar á mér)

hakk-og-kjuklingur

Það sem við til að mynda keyptum í búðinni var nokkur kíló hakk og eitt kíló kjúklingur. Þessu pakkaði ég eftir vigt (eða slumpaði í poka.. þú ræður) í plastpoka til að setja það í frystinn. Sá svo mér til undrunar að ég var eiginlega þegar búin að fylla þennan dæmalaust litla frysti af allskonar öðru.

ekkert-plass-i-frystinum

Þetta er frystrinn minn. Neðri skúffan er sneisafull og þetta er plássið í efri skúffunni. Hvað gera bændur? Jú, þeir breytast í hvunndagshetju. Hvunndagshetjur framkvæma hið óframkvæmanlega í hinum og þessum hvunndagsverkum.

hakk-i-frysti

Ég grínast ekki þegar ég segist vera hissa á því að  IKEA sé ekki búið að hringja og fá mig til þess að raða þar í lítil pláss svo vel sé. Sjáiði bara að ég kom ÖLLU fyrir í frystinum? Gat ég tekið eitthvað úr frystinum aftur og raðað í hann nákvæmlega eins svo ég gæti lokað? Nei, ekki endilega en við skulum ekki einblína á það.

Ég sé mér ekki annað fært en að útnefna sjálfa mig sem hvunndagshetju dagsins í fyrradag. Verðlaun fyrir það? Hvað með verðlaunin sem ég á að fá fyrir að vera kona?

heyjad-i-skoginum

Í gær hjóluðum við Bjútíbína yfir á Íslandsbryggju, ég til að láta draga úr kroppnum vökva með sprautu (blóðprufa) en hún til að láta sprauta í sig vökva (bólusetning). Þeir í skóginum voru að heyja.

hestar-i-skoginum

Við hjóluðum líka frammá hestana í Amager Fælled. Ég er ekki að ná mér hvað mér finnst yndislegt, frábært, æðislegt og meirihátta að ég geti, án þess að þurfa að ferðast í bíl eða að það taki allan daginn, farið inní skóg og þar er náttúran og hestar, naut, dádýr, fuglar og fleira sem má anda að sér og vera partur af.

hjola-med-kinverja

Mér finnst þetta allt saman æði og ég held að litli kínverjinn sem ég pikkaði upp á leiðinni hafi ekki verið neitt ósáttur heldur.

efni-i-graena

Þetta er efni í Grænan. Græni er drykkur sem við Eiginmaður, sem er orðin svo mikil ræktarfrík að það hálfa væri nóg, fáum okkur á nánast hverjum degi. Hann býr til handa mér. Það elska ég jafn mikið og að geta farið hér útí skóg.

Á næstu dögum, eða bara í næstu viku og á næstu vikum, fer þá vetrardagskráin að rúlla í gang. Sprengjan fer á trúmpetinn á mánudaginn, Þrettándinn er byrjaður í fótboltanum, Fagri kominn af stað í karate, Sprengjan fer í dans í september, ég fer í tónó í september og Bjútíbína heldur áfram að vera Bjútíbína. Æfa sig að labba og svona.