Það er búið að vera S U M A R hér síðustu 3 vikur. Heitt og ljúft og meira heitt og meira ljúft. Bú-ja!

Ég bókstaflega elska svona veður, líka þó svo að ég geti ekki verið útí í því alla dagana. Mér finnst svo mikið betra að hafa gott veður að mér er alveg sama þó ég verði að vinna inni í veðrinu, kveiki bara á viftunni. Ekkert annað að gera í stöðunni.

Síðustu viku sumarfrís var Eiginmaðurinn sjálfur í sumarfríi. Við vorum úti.

Við fórum á ströndina. Þar var Únglíngurinn niðurgrafinn. Síðar voru formuð á hann brjóst að sjálfsögðu.

2015-08-03 15.36.39

Bjútíbína á þramminu. Hún er mjög langt frá því að vera letingi. Hún labbar alltaf eins og herfrelsuð. Svolítið stressuð við sjóinn.

2015-08-05 11.50.19

Við fórum í garð síðan einn daginn. Áður en ég fer lengra með þá sögu skulum við aðeins skoða hvað er á þessari mynd. Þetta er ég.

Nr. 1. Ég er nýbúin í klippingu þar sem 1/2 hárs var klipptur af. Ég er bara með hár rétt niðurfyrir axlir núna, en ekki niður á mitti. Hvernig er það ennþá þannig að það er eins og ég sé að rækta annað höfuð á hausnum á mér?

Nr. 2. Bag-lady much? Pokakonan ógurlega. Allt í poka. Poki á handriðinu, poki þar sem barnið á að sitja í vagninum. Bakpoki þar við hliðina á. Poki undir vagninum og allstaðar. Enginn stíll yfir þessu.

2015-08-05 11.56.20

Börnin voru mun gáfulegri en ég. Þarna eru Fagri og Bjútíbína að skoða grasagarðinn hér í kóngsins.

2015-08-05 11.56.01

Þessi er að stækka ógulega. Hvað er eiginlega að gerast. Hann slagar uppí systur sína og þau eru í sama númeri af skóm.
2015-08-05 11.55.58

Litli playmo kallinn minn að þramma.

2015-08-05 11.54.31

Við vorum að bíða eftir fólki í grasagarðinum (Botaniske have) en hún var ekkert mikið til í það. Brá sér af stað og fann þennan trjástubb að sitja á.

2015-08-05 13.40.31

Eftir grasa fórum við í næsta garð. Eða eiginlega fórum við úr grasa í Rósenborgargarðinn, en þar mátti greinilega ekki grilla og þaðan í næsta garð. Sá er við safn sem ég man ekki hvað heitir, National museet kannski.

Anywho, þarna eru drengirnir að byrja að grilla.

 

2015-08-05 13.41.38

Þetta er sannarlega útsýni mér að skapi. Ég stend á blettinum sem við fundum til þess að grilla á. Það er eitthvað við svona malargötur í skógi sem ég elska.

2015-08-05 13.43.14

Únglingurinn góði.

2015-08-05 13.45.10

Teddi og yngsta þeirra.

2015-08-05 14.16.06

Litli playmo kallinn strikes again. Sjá þessa rúsínu. Hún valdi að skvera sér á prívat stað til að gera prívat hluti…

 

2015-08-05 20.24.39

Sá eldri ákvað að slaufa fótboltanum í bili. Ég veit ekki alveg hvað er að gerast hér en Sprengjan ætlar ekki í trompet og Fagri ekki á píanóið. Ég tók skírt og skilmerkilega fram að það væri ekki í boði að hlúnkast um heimilið, frá tölvustól í sófa (ég er með algjört ofnæmi fyrir fólki í sófalegu af engu tilefni, ALGJÖRT) svo ég tók hár úr hala mínum og skipaði svo fyrir að Únglingurinn skyldi út að hlaupa þrisvar í viku. Hann var alveg til í það og dró þarna Fagra með.

 

2015-08-09 12.47.02

 

Við böðuð í sólinni.

2015-08-11 07.59.59

Ok, alla dagana hefur ekki verið svona mikil sól. Það er líka búið að rigna, sem betur fer. Fyndið að vera í regngalla með regnslag á vagninum en bara á samfellunni og á tánum.

2015-08-09 15.06.43

 

Besta ákvörðun sem ég hef tekið síðustu vikurnar er að nýta mér afsláttaræði búðanna á garðvörum. Þú veist, eins og að kaupa jólaskraut í janúar. Keypti tvo stóla sem hægt er að leggja út en líka pakka saman svo tekur ekkert pláss. Það er fullkomið fyrir garðinn minn á svölunum.

2015-08-09 15.06.36Sprengjan mín fagra. Þetta dýr er svo mikill snillingur.

Hún ætlar að æfa trampólín í sumar og Fagri fer í Parkour og í myndlistaskólann. Hárið sem ég dró úr hala mínum varðandi þau var að það ÆTTI að gera eitthvað amk eitt fyrir utan skólan. Kona gæti mjög auðveldlega farið útí að ræða hve mikið börn hafa að gera en ég hef bara trú á því að krakkar hafi gott af því að prufa hitt og þetta og eitt og annað. Og hananú.