• Þegar ég kom heim,  var frímerkið óþekkjanlegt vegna þess að þar hafði greinilega sprungið stór sprengja. Inní sprengjunni voru öll leikföng barnanna.. ekki veit ég hvernig þau komust inní sprengjuna, en þau voru þar samt. Inní henni voru líka einkunnar spjöld barnanna, umslögin utan af þeim sem og póstur sem ég var búin að bíða eftir í laaaangan tíma, voru um það bil 10 bréf. Engu er líkara en að uppí götin í sprengjunni, þá þegar það var búið að fylla hana með leikföngum og pósti, hafi verði settar matarleifar. Brauð með áleggi, banani og sitthvað fleira matarkyns.
  • Frímerkið lyktaði af fiski (sem var í matinn í gær), rusli (því ég er þegar búin að setja 4 poka ofan á ólokanlega ruslatunnuna hér útivið og kann ekki við að byrja að raða í kringum tunnuna líka… henni var nær að leigja 5 manna fjölskyldu frímerkið) og bara af almennri mannafýlu.
  • Þegar ég bað síðan afsprengi mín um að taka til hendinni eigi seinna en s t r a x, þá trompaðist lýðurinn og endaði grenjandi og gólandi á gólfinu. Þá gafst aðalmanneskjan á heimilinu (ég) upp og þreif og tók til með þvílíku þjósti að ekki hefur heyrst píp í ungviðinu síðan klukkan 18:10.

Sem sagt.. útaf öllu þessu, þá er ég svo sannarlega ekki lengur í brjóstahaldaranum, ekki í flotta kjólnum sem ég keypti mér um daginn (er komin á hlýrabolinn og gatrifnu, en þægilegu buxurnar), ekki vel lyktandi né lengur með greitt hárið eða uppsettan maskara, því hann er dottinn niður í baugana á mér. OG mun þessvegna hvorki vera hot né sexý þegar Bóndinn kemur heim.