Alltaf þegar mér líður svona stórkostlega eins og mér líður núna þá langar mig alltaf að skrifa það og koma því frá mér eins og tilfinningin er í hjartanu mínu. Það er nú bara hægara sagt en gert. Geri hér tilraun.

Akkúrat núna er fullkomið móment og í raun og veru búið að vera það alltaf, ég tók bara ekki eftir því eða náði ekki að upplifa það. Í augnablikinu er ég full af þakklæti fyrir allt það venjulega sem ég er og hef. Sko.. núna er bara stopp og ég veit ekki hvernig ég á að koma þessu í orð, hehe.

Ég er ekki bara þakklát fyrir hvað allir sem standa mér næst eru fallegir að innan og utan. Hvað þá um allt fólkið sem ég fæ að hitta, sem líka er fullkomið eins og það er (eins og ég..) og öll viskan sem vellur uppúr því, sem ég má fá af. Ég er líka þakklát fyrir stærri hluti í veröldinni eins og tónlist. Þá vill ég helst meina tónlist sem er “alvöru”. Tónlist sem kemur frá hjartanu og talar til mín, love it! Og að fá að spila tónlist er eitt af því sem ég eeeeelska að gera, ELSKA. Var til dæmis að spila í 60 afmæli mömmu Merete sem er með mér í blásarabandinu góða. Við spiluðum bara tvö lög, hún fékk tár í augun af gleði, við vorum svona surprise uppákoma. Og allir gestirnir, ættingjar Merete, voru eitt bros allan hringinn og það flaut bara gleðin útum allan kantínu salinn í einhverjum barna skóla í 10km hjólaferð héðan frá minni höll í háloftunum. Þvílík lukka að móttaka alla þessa gleði frá öllu þessu fólki sem ég ekki þekki rass í bala og á aldrei eftir að vita að ef ég hitti það aftur að það gaf mér gleði og ég gaf því.

Ég er líka þakklát fyrir að mér var sýnd  heildarmyndin ekki fyrir svo löngu. Hún er alltaf sú sama, hún hefur alltaf legið fyrir en það er ekki alltaf sem ég hef réttu gleraugun á nefinu. Ég er með réttu gleraugun núna og finn ekki fyrir örðu af því að þurfa að sýnast eða vera annað en ég er. Ég hef í augnablikinu ekki neina þörf fyrir að keppast um að vera fallegri, mjórri, skemmtilegri, ríkari, baka flottari kökur, vera meira kúl, hafa hreinna heima hjá mér, halda fullkomin afmælisteiti..  eða neitt annað sem manneskjan er að keppa í yfir höfuð. Ég kann nú þegar að meta það sem ég hef og girnist ekki það sem neinn annar hefur. Mig langar mega mikið að segja að það hafi ekki þurft neinn skaðræðisatburð til að “kenna” mér að meta það sem ég hef.. það er bara ekki satt. Auðvitað vakti mig ákveðinn atburður (haha..forvitinn núna??) en það var ég sem ákvað að staldra við og halda hjartanu opnu og lifa mínu lífi þannig að ég geti metið það sem ég hef og upplifað að það er satt.

Það vita allir að maður á að meta það sem maður hefur, það vita allir að það er best að dvelja í Núinu, það vita allir að jákvæðni er vegurinn en að upplifa það, og allt annað sem við “vitum” er allt annar handleggur fyrir mér en bara að vita það.

Það er í mínu hjarta divine tilfinning að upplifa þakklætið sem býr í mér, ekki bara að vita að ég er þakklát.

Ég er ekkert búin að hlusta almennilega á textann við þetta lag en það er súper fallegt, eins og þið öll, og ég :)

LOVE