Tvær eins. Eins og stundum, þá kom upp lús hér á heimilinu. Við erum orðin svo vön og svo mikið prófessjónal í meðhöndlun á lús að ég hef sjálf hannað þessi súperfínu pappírs-svitabönd, eða náttúrulega ekki svitabönd heldur pappírs-lúsameðalsbönd. Þessvegna eru þær með pappír á hárinu.

Ég veit ekki hvað þær voru að horfa á en þær eru með alveg sama svipinn og hananú.

Hér er allt við sama heygarðshornið. Eitt rekur annað og svona, því er við að búast. Eins og hún móðir mín segir “maður er alltaf að gera við eitthvað” – sem er alveg rétt, það þarf alltaf að vera ð gera við eitthvað, eitthvað að laga, einhverju að redda, komast framúr einhverjum vanda og þannig.

Minn stærsti vandi akkúrat núna er að vinnutölvan mín er við dauðans dyr. Já. Hvernig á ég að fara að því að vinna vinnuna mína ef það er þannig? Auðvitað hef ég leiðir, en það væri samt eins og að hjóla á hjóli sem hefur bara gjarðir fyrir dekk, eða moka á gröfu sem hefur enga skóflu, eða draga blóð úr einhverjum án þess að vera með nál og skrifa ritgerð með eigin blóði og fjöðurpenna. Allt saman hægt en tekur óendanlegan tíma og erfiði.

Ég er með svakalega margar myndir sem ég þarf að koma hér inná bloggið, ég verð að gera það bara á nokkrum dögum þar sem allt gengur svo hægt að það hefur tekið mig 1 og hálfan tíma bara að komast í að græja eina mynd og skrifa þennan texta. Kræst.

Hannaði þetta lógó samt um daginn:

fagurkerar-logo