Afmælisbarn dagsins í gær! Tuttugu og þrettánára.

Ég ákvað að grípa til þess gamans að baka honum til heiðurs og bjóða nokkrum í garðpartý, ekki í mínum garði, til að éta kökuna.  Það var frábær hugmynd því það var svo gaman. Ég hef ákveðið að haldi ég uppá afmæli einhvers héðan af, þá þýðir það að ég haldi uppá hversu ung við erum. Það er því ég er orðin alveg grút leið á að hugsa um og heyra að fólk sem er undir 100 ára sé gamalt. Þvílík firra!.

Það eiga að vera blöðrur í afmælum. Útaf blæstri setti ég vatnsblöðrur og fékk að kenna á því síðar í partýinu.

Nei það var ekki rigning.. þvert á móti. Það var alveg súrpræsinglí heitt.. alveg jafn óvænt uppákoma og Þorva fannst að það væri kaka með tuttuguogþrettán kertum og fullt af fólki sem þekkir hann í garði einum í Kaupmannahöfn akkúrat þegar hann kom þar við.

Já.. og maður er ekki maður með mönnum nema vera með röndótta regnhlíf sem nota má sem sólhlíf .

Ég er að segja það.. ekki maður með mönnum nema vera með röndótta regnsólhlíf.

Og við enduðum daginn með að spila Kubb. Ég er ótrúlega (ó)góð í þessu spili.  Ég var það góð að mitt (..já eða varða hitt)  lið(ið)  gólaði að ég ætti að gera alltaf.  Okkur stelpunum var rústað af strákunum í fyrstu umferð og við í mínu liði háðum rooosalega baráttu í seinni umferð. Næst ætla ég að vera með gleraugun í þessu spili og sjá hvort gengi mitt er í alvöru háð sjónskekkjunni sem ég er með, og þá mun það ráðast hvort ég haldi áfram atvinnumennsku minni í þessu eða ákveði að mennta mig sem dómari í Kubb.

Þorvi in action!

Kannski varða að hann var svangur eða vorkenndi mér svona mikið hvað það eru miklar líkur á að ég þurfi að menntast til dómara í Kubb, að hann eldaði mat fyrir okkur bæði. Hann eldar alltaf góðan mat. Það er alveg sama hvort það er grjónagrautur eða tvírétta máltíð eins og í gær, kjúklingur og kjöt.. með karteflum og piparostasósu úr íslenskum piparosti (minnir mig á að ég ætlaði að biðja þig Pabbi að koma með svoleiðis…)..og bakaðar kartöflur, ekki gleyma því.

Sjáiði hvað þetta lítur vel út og hann líka..

Sjitt hvað við erum flott og hott.

og það eru sambýlingar mínir líka. Þeim var boðið í mat.. eftirá, hehe. Þetta var þannig, að við átum nægju okkar fyrst og buðum þeim síðan að koma og borða meðan við horfðum á þau…

.. en svo var líka komið kvöld og það var ráðist á okkur af afbökuðum geitung, sem var stökkbreyttur þannig að hann var með fjórfaldan búk, nema hann hafi étið alla hina geitungana og fitnað svona all svakalega, að við fórum bara inn.

Frábær dagur, frábært afmælisbarn, frábært fólk og einnig ég.

Love you all. K.