image

Hundi hefur það oft einum of gott. Ég reyndar hef það líka gott þó ég liggi ekki á gólfinu með búkinn á mottu og  hausinn á grjótharðri innistéttinni. Hann kann svo vel að slaka á, öfunda hann af því. Svo er hann svo sætur.

image

Hef ég farið yfir það áður að hann er ástfanginn af sínum bónda?  Hann er mann-gráðugur. Hundi er ekkert leyfður í sófanum! Og hann kemur þangað aldrei þegar ég ligg þar í makindum mínum. En ef Eiginmaðurinn MINN (bara svo hundi skilji að hann er minn en ekki hans) sest í sófann kemur hann óðar og vill kela við hann. Lætur jafnvel eftir sér að koma uppí sófa, þar sem nb. er ekkert pláss, og eins og hundum er einum lagið, snýr sér í nokkrar hringi áður en hann leggst niður þar sem hann ætlar að vera. Í þessu tilfelli ofaná ástmanni sínum.

image

Ég er svo dottin í heklið. Nú hef ég mjög skyndilega dottið í allskonar svona fjöldaverkefni, þ.e ég hef fundið aðra heklara á fb og er að gera sam-hekl sem tekur allt árið og innifelur að maður hekli 4  ferninga á mánuði, ég byrjaði í mars og á þá eftir að gera fyrir febrúar og janúar. Svo er ég að hekla svo pípandi risastórt teppi að ég verð sennilega aldrei búin að því. Hekla það úr einföldum plötulopa, það verður sennilega mjög flott þegar það er búið.

image

Þá hefur þessi legið lasin eiginlega alla vikuna. Rétt drattaðist í skólann í dag. Maður lifandi. Alveg rosalega langt síðan að ég hef þurft að vera heima bróðurpart viku með veikt barn. Það gerist bara varla og ef það dettur í það, þá er það nú yfirleitt bara einn dagur eða svo. Vona að restin af okkur fylgi ekki í kjölfarið. Við erum svosem ekkert vön því, en alltí lagi að krossa fingur.

Best að fara í vinnu. Líður eins og ég sé búin að vera í sumarfríi þaðan. Á meðan ég var heima reyndar þá fékk ég allskonar hugmyndir um að vera heimavinnandi. Hef sko langa ræðu af hugleiðingum um það, skrifa það síðar.