Ég er með mat á heilanum þessa daga. Ég er sko búin að ákveða að borða hollara. Þessa ákvörðun hef ég tekið svona þúsundsinnum, mig langar það svo mjög mikið að lifa ekki á engu og kexi. Vandamálið er að ég veit ekki hvað ég á að borða annað en kex. Ég er ekki svöng í neitt og er ekki matgæðingur fyrir fimmaura. JÁ, ég veit að minn Bóndi er kokkur en hann er jú að elda fyrir aðra alla daga og við borðum í raun og veru bara saman aðra hverja helgi.

En ég fann fyrir meira en ári svona smúððí uppskrift sem mér fannst góð. Fann svo aðra variasjón af henni, með steinselju, er þetta ekki fagur matur?!? En það getur ekki verið það eina sem ég borða.

Ákvað að elda þennan kjúkling. Hann er eldaður í Römertoph, sem ég keypti mér fyrir ekki svo löngu, það er leirpottur. Uppskriftin hljómar uppá niðurskorna steinseljurót, sætar kartöflur og lauk.. og svo krydd, meðal annars kanilstangir og karrý.. undarleg blanda.

Og ég byrjaði. Ég tek fram að allt sem framkallar uppgang eða niðurgang úr mannslíkamanum kemur lífi mínu úr jafnvægi og ég verð ekki söm eftir á. Ég kaupi alltaf kjúkling sem ástendur “salmonella fri” eða salmonellu frír.. eins og það sé hægt að garantera það. Og ég á álíka erfitt með að meðhöndla hráan kjúkling og að finna sjúkrahúslykt. En ég tróð í.

já.. ég get bara ekki ímyndað mér að honum líði vel, svona upp glenntur að aftan með fullt af hörðu ferköntuðu grænmeti uppí borunni. Hann lítur út fyrir að vera alveg að springa.

Og þetta er endaniðurstaðan. Ég get ekki sagt að þetta líkist fyrirmyndinni á nokkurnhátt..kíkjum aðeins á hana aftur:

nei.. það er ekki einusinni eins og þetta sé sami rétturinn. Og hvar er svona leirpottur sem pasasr fyrir tvo kjúklinga, einn er bara ekki nóg fyrir okkur öll. Og ég er ekkert fúl yfir að allt sem ég geri í eldhúsinu fer eins og yfir heimilið hafi riðið fellibylur að nafni Ludachris. Ég er ekkert orðin neitt þreytt á að finna ekkert hollt og gott og þægilegt í eldun og innkaupum.

Annars er ég bara góð sko.