Það mætti halda að ég væri með munnræpu…eða gæti ég frekar sagt að ég sé með hugarræpu, þar sem ég er ekki beint að tala, þannig.

Við gamlingjarnir spiluðum s.s í kirkju áðan. Fyrst í kirkjuskipinu sjálfu og svo í einu af herbergjunum uppi. Afhverju ég tók myndavélina með er jafn óskiljanlegt og sú staðreynd að mér finnst nýyrðið mitt “hugarræpa” rosalega fyndið.
Kirkjan heitir Diakonissestiftelset, eða kirkjan heitir það ekki ég man ekki hvað hún heitir, heldur heitir nunnureglan þetta. Og þarna inni voru nunnur!!
Það var í meiralagi skringilegt þegar við spiluðum í skipinu. Ég heyrði ekkert í meðspilurum mínum. Maður hefur einhvernveginn alltaf tengt kirkju við góðan hljóðburð. Allavega þær á Vatnsnesinu sem ég og Dísa röraleikendur erum búnar að prufa allar. Þannig að það mætti segja að það hefði getað heppnast betur. En seinna spiluðum við s.s á efri hæðinni. Það hljómaði mjög vel og tókst mikið betur.
Ég samkjaftaði á dönsku…viti menn :)
Svo verð ég að tala um nunnurnar sem þarna voru. Þær voru ekki í “hefðbundnum” nunnuklæðum. Þær voru með prestahvítt, þá þetta sem er í hálsinum á prestum og í grænni skirtu, svörtu pilsi og svörtum jakka. Þær voru ekki með neitt höfuðfat. Það var ró yfir þeim öllum….neeema einni. Hún var líka í hvítum sokkabuxum og svörtum flatbotnaskóm, svona stelpulegum sem eru með bandi yfir, ég á svoleiðis :) Já s.s heilhvítar sokkabuxur frekar þykkar og svartir stelpuskór, svart pils og viðeigandi átfitt að ofan. En svo sá ég framan í hana og hún var máluð.. hún var mjööög máluð. Hún var eiginlega eins og skrattinn í sauðalæknum (eða hvernig sem það er sagt). Með nýtísku klippingu og allt. Furðulegt mætti segja kannski.
Þessi kirkja, eða klaustur má frekar segja var sjúkrahús þar til fyrir 25 árum síðan en er núna svona heilsubæli fyrir þá sem eru ekki nógu veikir til að vera á sjúkrahúsi og ekki nógu frískir til að vera heima hjá sér. Það var svívirðilega mikil sjúkrafýla þarna inni…vúff. Ekki alveg minn bolli af te. En viðamikil bygging má segja. Ég hefði viljað fá að sjá þar sem nunnurnar búa. Hvernig ætli það sé að vera nunna. Einhvervegin held ég að það sé ekkert leiðinlegt.
Það MÆTTI SEGJA að ég noti þennan frasa oft…þá “það mætti segja”..