Ég er svo stolt vinkona. Ég þekki svo marga sem eru svoooo góðir í því sem þeir eru að læra!

Fyrst ber að nefna hana á AHG, því hún fékk að vita einkunnina fyrir lokaverkefni sitt í mastersnámi í sálfræði við háskólann í Kaupmannahöfn bara núna í gær eða eitthvað slíkt.  Þvílíkur árangur. 12 !!  Maður lifandi og það allt saman á dönsku eins og ekkert væri eðliegra, eða ég held að það allt hafi verið á dönsku, amk ekki móðurmálinu og þá er bara alltaf hægt að segja vá.

Og þá er það hann á Elba. Hann útskrifaðist sem landslagsarkitekt, líka frá Háskólanum í Kaupmannahöfn, með 12. Og það sem hann arkitektar og teiknar er bara svo gott stöff að maðurinn þarf bara engar áhyggjur að hafa. Frábært allt saman. Hann og frúin á AHG eiga saman dóttur, hverskonar snillingur á hún eftir að verða.. ?!?

Og 12-unum rignir inn. Eða rigndi inn. Húsbóndinn í Örestað fékk líka 12 fyrir grunnnámið í tannsmíði, sem var víst fyrir nokkru síðan, kannski bloggaði ég um það líka þá, man ekki alveg. Mér finnst þetta bara svo frábær árangur. Og mér finnst  bestar gervitennurnar sem þau tannsmiðakærustuparið smíðaði.

Hér skarta ég einmitt gervitönnum frá þeim. Hlakka svo til að verða gömul, þá get ég beðið þau að smíða gervitennur fyrir mig og ég ætla sko að hafa þær bara einhvernveginn, jafnvel bara svona.

Hinn tannsmiðurinn. Hún raðar nú bara inn tólfum hægri vinstri. Þau eru í Tækniskólanum í Kaupmannahöfn.  Ég man það núna að ég var búin að blogga um þetta, það er hér. Ég er bara svo yfir mig hissa hvað allt fólkið í kringum mig er yfirmáta gáfað að ég verð að röbbla um þetta aftur.

Og ekki má gleyma að frú tannsmiður á líka afmæli í dag. Við hér óskum henni innilega til hamingju og heimtum boð í tilefni þess á einhverjum af næstu dögum.

Og síðast en ekki síst þá fékk minn eigins Bóndi líka 12 í sínu grunnnámi til matargerðar í Hótel og veitingastaðaskóla Kaupmannahafnar, þarna um daginn.

Og ég þekki mikið fleiri sem hafa fengið hæstu einkunn og reyndar þekki ég fullt af fólki sem býr yfir alveg hreint rosalegu magni af þekkingu á öllum sviðum. Þvílíkar gáfur umlykja mig. Það er kannski einsgott því nú hef ég topp fólk til að elda fyrir mig, smíða tennur uppí mig, hanna umhverfið mitt og til að hlusta á mig og gefa mér ráð. HAHA, ég er ein sú heppnasta.