Sá sem sofnar alllstaðar… hann sofnar bara þar sem hann er sá sæti. Daginn áður hafði hann sofnað á böglaberanum á hjólinu mínu, lagði bara hausinn á hnakkinn og svo hengu bæði hendur og fætur niður eins og ef hann væri hengdur upp á rassvasanum.

Í gærkveldi var ég að gleðja nágrannana með glæstum píanóleik og heyrði skyndilega að þögnin hafði færst yfir heimilið, og þá var hann sofnaður með epli í hendinni og límmiðann af eplinu á enninu.. ekki má gleyma að hann fékk um morguninn gult naglalakk á táneglurnar til að vera í stíl við fingurna.

Og því að mAmma R á afmæli í dag þá koma hér nokkrar myndir af okkur. Fyrst fröken Jósefína Baker og Prinsinn.

Þá DJei Baker og Hitt Fíbblið…

og lokum Súperstjarnan sem ég sannarlega er og Örverpið..

..oooog svo byrjar það…

Allir réðust inn í myndatökuna..

Allir eins eðlilegir og þeir eru í daglegu lífi

Haha..

Jóhannes Sindri

Þau eru stundum ekkert voðalega ólík þau þarna fremst á myndinni…og hin sem aftar eru , eru heldur ekkert svo ólík, þá er ég ekki endileg að tala um í framan heldur skapi..

og allir að sýna tennur, heheh, mismmikið yfirbit, krossbit, barna og fullorðins tennur

Og ein að lokum af okkur sem vorum og hétum. Fögur erum við ennþá, enda stendur fólk í röðum fyrir utan báðar hurðir hjá okkur..mikið má vera ef ekki fólk sem ætlaði heim til hans kom óvart upp til mín..

Elsku besta mamma mín og amma allra þeirra sem ég hef verpt og tengdamamma allra sem ég hef verið með (ég er manneskja með reynslu) til hamingju með daginn. Sérlegan afmælispóst tók ég saman fyrir einhverjum tíma og hann er hér. Þar eru myndir og dæmi nú hver fyrir sig hvert barnanna er líkast henni..ég veit alveg hvað ég segi sko..