Það vita allir að það er aventa núna er það ekki klárt mál? Eða Aðbíða eins og ég röbbblaði um í pistli hér fyrir rétt um ári síðan, getið lesið hann hér ef þið eruð ný á blogginu eða eruð með athyglisFrest (já er að tala við ykkur ættingjar góðir…hehe)

Aðventuljósin skemmdust í fyrra. Eða það ályktum við því þau eru hvergi. Ég held að þau hafi ekki verið í svarta ruslapokanum sem innihélt vetrarskóna mína, sem ég henti óvart þegar ég flutti í sumar. Vetrar skórnir mínir voru samt ekki það eina í pokanum heldur hermanna klossar Bóndans. Já, hver man ekki eftir að hafa átt hermannaklossa. Ég átti og ALLAR vinkonur mínar. Og við vorum í hvítum ullarsokkum sem bretta átti yfir kantinn. Og svo man ég líka eftir mini pilsa tísku sem átti við þetta hermannaklossaullarsokka tímabil. Þá var málið að vera í svona þremur nælon sokkabuxum (ekki spyrja útaf hverju, mitt hrörnandi minni man ekki ástæðuna…  eflaust svo ekkert hristist eða þvílíkt) og annaðhvort í pilsi sem rétt náði niður fyrir kinnar og mér liggur við að vera að meina hinar efri, eða í stuttbuxum sem myndu bara kallast hot pants í dag, eða píu boxers. Hermannaklossarnir þýða eitthvað allt annað fyrir Bóndanum. Í skónum hefur hann gengið frægð sína á enda held ég, hann er jú “bara” heimilismaður núna, rétt eins og við hin sem líka þráðum að vera fræg og vorum jafnvel rokkstjörnur á einhverjum tímapunkti á einhverri breiddargráðu (ó)raunveruleikans. Ég held að honum sé alveg sama þó mér sé skítkalt á tánum  og ég held það hlakki í honum því ég er í skóm sem líta út fyrir að ég hafi rænt þeim af útigangskonunni sem gistir Norrebrogade. (Án gríns þá er táin að detta af og hliðarnar gapa..bráðum verð ég bara í uppreimuðum legghlífum)

En við erum eins og ég var búin að lýsa yfir, búin að útbúa aðventukransinn og svo setti Bóndinn ljólaseríuna á svalirnar.

Svo stendur auðvitað til að jóla hér uppúr jólakassanum sem er búinn að koma tvisvar upp úr geymslunni (það jafngildir uppá 7.hæð ef við byggjum í íslensku húsi). Í annað skiptið kom rosssalega feit silfurskotta með..oj.

Við, þá ég og afleggjararnir, höfum planlagt leiðangur í skóginn á morgun. Við gerum það ef veður leyfir, reyndar erum við frá Íslandi og það er ekkert til sem heitir..” ef veður leyfir” .. við kunnum sko alveg að klæða okkur eftir veðri. Þetta er bara dulbúið “ef ég nenni”.  Og svo fer það eftir því hvort þau verða búin að losa sig við sykurinn frá nammidagsátinu. Jedúddamía.

Þau voru hundar í lest…ég veit það ekki..þau eru ekki vön að éta sykur á hverjum degi og ekki veit ég afhverju það er skyndilega orðið “það sem við gerum á laugardögum” að fara í búðina og þau velja sér nammi fyrir 15 krónur. Þetta eru ekkert mörg nammi, en greinilega nóg til þess að þau missi vitið. Þetta atriði var vissulega mjög fyndið og ég verð að ná því á vídjó þegar þau hlæja öll í einu, það er líka mjög fyndið, svolítið eins og ef margar, margar hænur væru að gagga í einu.

Og fyrst það er kreppa þá taldi ég viðeigandi að þau myndu læra að spara. Til að gera það skemmtilegt þá lét ég þau mála sparigrísi..eða gggrrríðððð (Sindri). Það er auðvitað ekki satt að ég sé að kenna þeim að spara með því að láta þau mála svín, ég var búin að kaupa þessa bauka fyrir löng og þar sem ég er svo framtakssöm…

Músí mús.