Og þá hafði þreytta húsmóðirin sagt  sirka 7344 sinnum við börnin á heimilinu og eiginmanninn líka að setja óhreinu fötin í óhreinatauið. Heimilismeðlimir voru sem heyrnarlaus að ræða við en brydduðu jafnóðum uppá einhverju öðru til að ræða. Höfðu þau þá, börnin og maðurinn, stungið uppá 7344 samræðum um akkúrat ekki neitt af viti við þreyttu húsmóðurina.

Þreytta húsmóðirin velti fyrir sér hvort nágrannarnir myndu nokkuð líta hana hornauga ef hún myndi taka öll fötin sem lágu um allt húsið, bæði uppi og niðri, undir og yfir húsgögnum, inní hillum sem og flækt í leikföng barnanna, og myndi halda brennu í innkeyrslunni sér til gamans en heimilisfólkinu sem hörð lexía um að ganga frá og ætlast ekki til þess að hún eyddi öllum sínum tíma í að tína upp föt og heyra fáránlegar umræður.