2014-06-12-15.18.10

Fyrr í mánuðinum fórum við á sumarhátíð í Fríttinu hans Fagra. Þetta er vinur hans, þeir eru svo sætir saman að mig langar að dýfa þeim í súkkulaði og BORÐA ÞÁ!

2014-06-12-17.22.38

Fundum tóm hús á leiðinni heim og tókum þau með.



2014-06-16-16.59.11

Bjútíbína hefur verið að kanna bókasafnið á heimilinu. Hún er iðin við kolann eins og annað kvenfólk í fjölskyldu þessari og tætir úr bókaskápunum, treður sér á bak við sófa og hendir smádóti niður á næstu svalir, nágrönnunum til mikils ama. Ég þurfti að banka uppá niðri og ná í tvo augnskuggabursta…nett neyðarlegt.

2014-06-17-21.01.43

Sko! Búin að bora sér á bak við sófann og bak við ofninn og eitthvað útí horn. Mega sniðug alveg. Hún er með svo marga svipi. Glittir í tennur, hún er komin með heil 6 stykki.

2014-06-17-14.03.34Enn einn svipurinn þarna á ferð. Gott að vera með sólhatt í sólinni.

2014-06-17-17.16.15

Þessi fór síðan í sitt fínasta púss og skundaði á tónleika með ONE DIRECTION með föður sínum. Þetta var ógleymanleg ferð fyrir þau bæði. One Direction, eða 1D, er það sem hlustað er á þessa dagana og kliptar út myndir af hljómsveitarmeðlimum og hendar á vegginn fyrir ofan rúmið. O hún er svo sæt.

2014-06-17-20.26.54

Og það var svakalega, svakalega gaman, hehe.

IMG_1825

Nú, um síðustu helgi var laugardagsskóli í Skólanum á Íslandsbryggju, þar sem þau eru í skóla krakkarnir. Allir bekkir reyna að safna peningum í klassekassen og var ákveðið í bekk Sprengjunnar að vera með andlitsmálningu. Þarna er hún í sínu rétta elementi. Eitthvað að mála á andlit og svo var þarna alveg dúndrandi músík. Við vorum eiginlega bara eins og aukahlutir þarna.

IMG_1822

Bekkurinn Þrettándans hélt samlokuboð, ekki boð beint, þær voru seldar hungruðum gestum laugardagsskólans.

 IMG_1818

Í framhaldi af umræðu minni um laukinn þá fór ég að hugsa hvort ég ætti ekki frekar að telja upp það sem ég hef frekar en að þylja yfir hvað ég hef ekki. Ég hef t.d garð hér á svölunum mínum, það er ég mega ánægð með. Þarna eru fyrstu þurrkuðu kryddin úr garðinum. Óreganó, minta og kóríander. Og á bakvið er rabbabari, eða blöðin af honum. Las síðan rétt á eftir því að ég reif hann upp, að maður eigi ekki að uppskera rabbabara sem maður sáði til, fyrsta árið. Ó well, ég geri það þá bara ekki aftur. Hann var vondur á bragðið reyndar. Eiginlega bara alveg rosa vondur.

IMG_1820

Kryddin geymi ég í forláta trédisk sem hann afi minn bjó til. Hann bjó líka til kökukeflið mitt. Og reyndar bjó hann líka til dúkkurúm sem hér er og kassabíl, mér þykir mjög vænt um þessa hluti. Reyndar þykir mér vænt um alla hluti sem einhver hefur búið til handa mér, eins og allar peysurnar sem ég hef fengið og sjöl, eitt sjalið var nú hálf gróið við mig síðustu árin, ekki núna, það er aðeins of heitt.

2014-06-18-10.33.59
Ég fékk þennan geggjaða bolla frá henni mömmu minni, hún bjó hann reyndar ekki til, en hvernig vissi hún að hann passar fullkomlega fyrir allt sem ég þarf að fá mér að drekka?

IMG_1828

Ég hef líka gaman að búa eitt og annað til. Þetta er fyrsta sápan sem við búum til. Hún er alveg ný þarna og á eftir að þurrkast í 6 vikur í viðbót áður en við getum notað hana. Sápan er ekki með neinum innihaldsefnum nema ólívuolíu, kókosolíu og vítissóda (sem er ekki í sápunni lengur sko). Næst ætlum við að prufa að gera sápu úr þessum olíum og kannski hemp olíu, avókadó olíu eða castor olíu. Spennandi, á eftir að vera alltaf í sturtu. Skemmtilegir stimplar sem Eiginmaðurinn keypti í Tiger, gat stimplað S Á P A í sápurnar, voða gaman. Hefið ekki getað stimplað rápa, því í þetta frábæra stimpla sett frá þessari eðalbúð, vantar R. En það eru tvö T. Dugar það ekki bara.

IMG_1827

Nú, þarna eru stystur úti. Aðeins að dóta í sandinum. Hún var alveg fersk á því að þjóta á skriðinu útum allan garðinn hér niðri og sú eldri á eftir.. hún var samt fljót að gefast upp á þessu óðagoti í þeirri litlu.

IMG_1833

Og ekki nema við hæfi að vera komin á bíl. Rosalega stolt af sjálfri sér.

IMG_1838

Hún er líka alveg með á hreinu hvað hennar verkefni er hér yfir daginn. Það er auðvitað að taka úr og setja í vél. Hvaðan kom samt þetta risabarn?

2014-06-16-12.21.36

Hún er samt svo lítil ennþá. Þetta er eitthvað svo afstætt. Hver sagði um daginn eitthvað um að lífið væri langt stutt. Gerist hratt hægt, eða hægt hratt.

2014-06-19-22.21.58

Við erum mikið saman ég og hún og hún auðvitað tekur upp allt sem ég geri. Þar með talið að flækjast eitthvað í garni. Hún er með eitt verkefni á .. puttunum, en ég er með 5. Hvenær ætli ég fari nú í að klára þau..

2014-06-14-21.36.45

Stundum er dagurinn alveg búinn að fara með mig. Þarna er ég með nýju brillurnar mínar. En ég týndi hinum fyrir nokkuð mörgum vikum. Glöggir lesendur vita þetta náttúrulega, þar sem ég fór sennilega ófögrum orðum um að þau væru horfin.

Þessi fann ég hjá Lúí Nílsen á kúk og kanil. Fékk ódýrt sjónpróf með í kaupunum. Það tók svona tvo mánuði frá því að gömlu týndust að ég pantaði þessi, svo tók það 10 daga  frá því að ég pantaði og þar til þau voru tilbúin. Ég stökk að sækja þau í gleðirússi þar sem ég var komin með krónískan hausverk og gott ef ég var ekki farin að heyra verr af því að hafa ekki gleraugun.

Hvað heldur þú að hafi samt fundist í fyrradag? Gömlu gleraugun auðvitað. Þau voru flækt í snúrunum á bak við græjurnar (já, við erum óldís og eigum græjur en engan iPod). Hve oft hef ég þurrrkað af þarna og flutt þær fram og til baka og meira að segja verið að vafra í því að tengja einhverjar snúrurnar þarna á bak við.

Þetta er sama lögmál og þegar þarf að leita að einhverju og það er alltaf í síðustu skúffunni.

En brillurnar eru fínar :)