Á ég að pissa eða blogga í kaffipásu minna meðvinnenda?

Ég lít mun betur út í dag en í gær. Mikið fallegri og með mun stinnari afturenda. Reyndar skiptir nú ekki máli hversu illa mér líður, ég er alltaf með stinnan æðir enda.

Það er svo margt sem er “leyndarmál”. Eða hlutir sem ég hef skynjað í gegnum mitt samanburðargeðveika sinni, að maður eigi ekki að viðurkenna. Maður ætti ekki að viðurkenna að maður fer að gráta yfir hinum ýmsu  hlutum. Það er merki um veikleika. Eins og það sé merki um mikinn styrk að gráta ekki. Rétt eins og einn væri bara ekki með neinar tilfinningar.

Ég man t.d eftir því að hafa setið í jarðaförinni hans afa míns, þá eitthvað um 13 ára og verið eins og steinrunnin og neitað að gráta. Ég man líka eftir að hafa horft á margar tilfinningaþrungnar  bíómyndir sem búnglingur og únglingur og verið jafn steinrunnin yfir þeim eins og jarðarförinni hans afa.  Ég man líka eftir að hafa falið mig því ég gat ekki annað en grátið eftir eitt misheppnað sambandið við karlmann. Meira segja í þau skipti sem ég hef verið alveg að niðurlotum komin eftir sambandsskilnað, hef ég samt farið til vinnu, sett upp “þetta snertir mig ekki” grímuna og brosað gervibrosi framan í vinnufélaga, vini og ættingja.

Annað sem ég hef ekki getað viðurkennt fyrir hvorki fólki né sjálfri mér er þegar ég verð veik, þá það gerist.  Ég man eftir sem krakki að hafa farið lasin í skólann. Ég man eftir að hafa setið að detta í sundur af beinverkjum í fjölbraut á Sauðárkróki, reyndar varð ég (ekki segja) næstum rekin frá þeim skóla vegna þess hve ég mætti illa. Brýst út enn ein afbakaða myndin af því að vilja eitthvað en gera eitthvað bara til þess að eyðileggja það.. og enn afbakaðra að sitja lasin í tíma en mæta ekki þegar ég var frísk. Bara því ég gat ekki viðurkennt að ég væri veik.

Maður má ekki segja að maður eigi ekki peninga. Það er aumingjalegt að eiga ekki peninga. Þeir sem eiga peninga eru æðri og betri manneskjur en þeim sem ekki hefur tekist að haldsast á fé. Ég hef aldrei átt stórar summur á bankareikningi og ég gerist sek um að hafa aldrei átt sparisjóð/varasjóð. Þvílík óskynsemi og heimska, roluháttur og eymingjaskapur. Ég veit hinsvegar alveg afhveru ég á ekki sjóð og það er útaf því að enginn kenndi mér að spara og ég hafði ekki rænu á því að kenna mér það sjálf.. Ég er bara þannig í mörgum málefnum að ég þarf að læra hvernig  á að höndla þau. Kann ekkert af þessu bara átómatískt.

Auðvitað er allt til bóta og ég tilkynni með stolti að ég á núna mjög svo dvergvaxinn sjóð í bankanum.

Fleira má ekki viðurkenna og tala um.. eða það má tala um það en bara ef verið er að hneykslast á öðrum. T.d ef einn er hræddur. Kannski fullur af ótta og getur varla dregið andann fyrir því. Fólk lætur ferkar lífið líða þannig áfram í fleiri tugi ára án þess að viðurkenna fyrir sér og öðrum að það hafi ekki liðið vel í svo mikið sem eina sekúndu síðan það fæddist.

Og kynlíf. Ekki það að fólk sé lengur feimið að tala um kynlíf, en ég held að það sé meira hrætt við að stunda það. Sko.. haha, nú veit ég að fólk gerir það alveg og svona.. en ég er að meina að kynlíf með nánd (intimacy). Þar sem fólk getur treyst hvort öðru fullkomlega og verið tilfinningalega allsber saman með rekkjunautnum (ekkert skrítið að þetta heiti rekkjunautur..rekkjunjótur, njótast saman í rekkju.. á ekki við um sessunaut, það hljómar bara eins og einn noti naut fyrir sessu). Ekki ætla ég að gera þetta að neinum kynlífspistli, enda er ég tepra og stunda ekki kynlíf.

HVAÐA!?!??.. hvaða tilfinninga þvæla er þetta eiginlega alla daga.. fínt þegar ég verð búin að ljúka því af sem ég vill segja með þessu… verst ég er tilneydd til að skrifa það sem ég skrifa, get eiginlega ekki skrifað neitt annað.