Bryndís systir mín átti afmæli í gær. Hún varð 25.ára. Í tilefni af því pósta ég hér með mynd af okkur systrum, eða ætti ég að segja Bryndísi og dýrinu, ég er ekki alveg ég sjálf … ekki bara  var líkami minn hertekinn af því sem á þeim tíma var bara eitthvað furðudýr heldur lít ég líka út fyrir að vera veglega andsetin og það ekki á heppilegan máta. Myndin kemur okkur alltaf til að hlægja. Ég var örugglega búin að birta myndina áður en það skiptir ekki megin máli hér í þessu landi.

Að allt öðru, eða því sem er að gerast á Íslandi, ég get náttúrulega ekki farið í saumana á þvi máli, en óþægilegt er það. Sérlega þar sem ég fékk að vita í dag að í augnablikinu er ekki hægt að millifæra peninga milli reikninga, þá frá Íslandi til Danmerkur…þið getið ekki ímyndað ykkur óskemmtileg heitin við að útskýra það fyrir leigusala vorum að við næðum ekki fénu frá Íslandi og að hann yrði bara að bíða.

Að enn öðru. Bóndinn á, í viku 43, að vinna á Hotel d’Angleterre hér í Kaupmannahöfn. Það er partur af náminu hans. Þetta er víst flottasta hótelið í bænum. Sögur herma að Maddý frænka hafi verið að vinna þar einhverntíma.

Sjálf er ég líka að gera spennandi hluti í viku 43, þá fer ég í Berlín. Verkefnið er að búa til vefsíðu fyrir ferðamenn og síðunni fylgir svokallað podwalk…já réttupp hendi sem veit hvað það er..ég þurfti alveg margra mínútna hugleiðslu til að fatta þennan. En það er þannig að þá ertu með mp3 spilara af einhverju tagi og ert með svona lifandi frásögn í eyrunum meðan þú labbar um og skoðar og það er líka hægt að hafa t.d í iPod eða iPhone (ég veit ekkert um þessi tæki eg er bara að apa upp það sem mér var sagt) video með. Anyway, góðir tímar framundan vonandi, haustfrí í næstu viku og svona..við erum að spá í að fara í Tívolí í haustfríinu, hljómar það ekki vel?