Ég er búin að fattaða!! Ég veit afhverju það er alltaf verið að tala um kven og karlmannsstörf. Það kom til mín útfrá kommenti á póstinn hér að neðan, hvort, þar sem ég var að þusa yfir röðunaróhæfileikum Bóndans í geymslunni, karlmenn væru ekki bara getulausir í þeim efnum.

Jú netop! karlmenn eru algerlega þjakaðir af getuleysi til röðunar, samanbrots, upphenginga, þvottavélarísetninga, uppvasks, geraþaðsemþeirerubeðnirum og fleira í þeim dúr og það er þessvegna að öll þessi verkefni eru kölluð vera kvenmannsverk.

Er þetta ekki bara einfaldasta skýring í heimi.

Það er ekkert eins og þeir vilji það ekki og séu bara að gera það illa til að skaprauna okkur með píku og á þessum aldri, tvö lafandi. Nei, öðru nær, það ber að taka þessum tilraunum þeirra með sömu alúð og ef við værum að vinna með þroskahefta, þú veist, maður segir „nei!! en vEEEl gert hjá þér “ og reynir í hjartanu að vera þakklátur fyrir að hann allavegana reyndi, .. þó hann hafi gert það allt kolvitlaust, jafnvel þó við höfum sagð það kabilljón sinnum hver aðferðin sé.

Neibb, það er einfaldlega þannig að líffræðilega er það ekki mögulegt, svona eins og með alvöru getuleysi. Það væri eins og að biðja okkur kvendýr að klóra okkur í pungnum.

(Auðvitað tek ég fram að ég veit að það eru undantekningar frá þessari yfirlýsingu, ég þekki meira að segja nokkrar, bæði karl og kvenkyns)