Svali minn á afmæli í dag. Hann er 2 ára. Hann er svooo sætur. Seinna ætla ég að setja inn eitthvað skemmtilegt um hann eða frá því þegar við höldum uppá afmælið hans.
Einhver (bara þeir sem eru gáfumenni) hafa kannski spurt sig að því afhverju ég er heima á venjulegum föstudegi… án efa eru allir að fylgjast með því hvað ég er að gera á hverjum degi.
Ástæðan er að ég er atvinnulaus….ATVINNULAUS. Er það ekki merkilegt?? Fundurinn í gær var ss um það að þau vildu að ég myndi vinna á opnunartímanum öllum. Þar sem ég eins og æði margir á mínum aldri og í mínum sporum er með smábörn og heimili og svona, áhugamál önnur þá gengur það ekki upp.
Ég fékk “take it or leave it” tilboð um að vinna lengur hjá þeim á daginn, sleppa því að hitta erfingjana (einhvern tíma verð ég að hafa til að sjá hver þeirra er hæfastur til að fá fjölskyldu auðinn), hætta öllum tónlistaskólanum (ó mig auma), biðja bóndann að hætta fyrr í sinni vinnu (ekki það að það yrði ekki ágætt…bara frek þau) síðast en ekki síst var ég eina manneskjan sem er að vinna sleitulaust án nokkurra frídaga um páskana… er það ekki merkilegt?
Þannig að ég neyddist til að ákveða að ég gæti ekki unnið fyrir þau undir þessum formerkjum. Eins og ég nefndi í öðrum pósti og hefði kannski átt að sleppa, nú hljómar það rosa asnalega, að þá elska ég að vinna með blóm og taldi mig svoleiðis vera búna að finna endastöðina. Ég er farin að halda að mér sé ætlað að læra ekkert og vinna bara einhversstaðar… það má segja að ég sé í ruglinu núna.
Það er svosem ekkert annað að gera en að setjast yfir gerð fleiri ferilskráa og hendast um Amager og sækja um annarsstaðar. Eru ekki allir vissir um að ég fái alveg vinnu í annari blómabúð? Senda mér góða þanka.