Mér finnst bara eitthvað ótrúlega gaman að hafa orðið fyrir því í dag að finnast svo dauðleiðinlegt heima hjá mér að ég ákvað að drífa mig niður í bæ þó ég ætti ekki stakt erindi þangað.

Ég er bara alveg rosalega fegin að hafa ekki á tilfinningunni að ég sé aflokuð og komist hvergi til að draga andan aðeins hærra heldur en bara uppí rjáfur inni hjá mér. Ég var alveg þjökuð af þessu í Keflavík. Alveg bara eins og undir steini.

Ég hoppaði mér í skó og hoppaði barninu í föt og vagninn og við trilluðum niður á Nýja torg kóngsins. Þaðan upp Strikið að Kaupmangaragötu og þaðan bara aftur niður á torg og heim. Ekkert langur túr. En mikil upplifun, svona á venjulegum sunnudegi.

Það sem mér finnst frábærast er að geta komið mér eitthvað þar sem er fullt af fólki að sjá. Ég hef ekkert endilega þörf fyrir að eiga nein samskipti við fólkið í kringum mig þannig, en mér þykir gaman að horfa á fólk. Það var alveg það sem ég þurfti hér í dag, alveg á kafi í heimilisverkum og svitafýlu.

Þegar ég var komin ekki lengra en að torginu sem liggur á Strikinu við botninn á Köbmagergade (man ekki hvað torgið heitir), heyrði ég þvílíkan trommuslátt.

trufladur-trommari

Ég hélt fyrst að hér hlyti að vera heill flokkur af fólki en svo sat hann þarna bara einn á trékassa og alveg djöflaðist eins og hann ætti lífið að leysa. Frekar töff sko. Þarna kennir  ýmissa grasa, ég sé einhverskonar bassatrommu, svo var einhver magnari þarna líka, kúabjalla, trommudiskar allt um kring og svo barði hann á kassana líka.

OG, dömur mínar og herrar, hér er tóndæmi:

Og þetta var ekki sá eini sem hafði ákveðið að spila sunnudagsfólkinu til skemmtunar.. og fyrir fé.

Aðeins lengra upp Köbmagergade var fjögurramanna band að stilla sér upp þegar ég gekk framhjá.

karlaband

Bara þrír strengir í bassanum og ég veit ekki einusinni hvaða hkjóðfæri aðalmaðurinn þarna í miðjunni er með, en hann tók dágóðan tíma í að  setja það saman og stilla til. Hann ræður, aðalmaðurinn. Það er hann sem segir hinum hvort þeir eigi að standa eða sitja og hvort og hvenær þeir eiga að spila.

Og svei mér, ef hér er ekki annað tóndæmi!

 

Þetta er bara brotabrot af þessu lagi. Það var alveg arfa langt.Og þeir fóru hraðar og hraðar og svo bara hraðar. Inná milli görguðu þeir eitthvað og ef einhver setti pening í klarinettukassann hrópuðu þeir “eeeeeeee thank youuuuu”

Þetta var æði, ég brosti hringinn.

Þetta var ekki allt, því áður en að hressu körlunum frá égveitekkihvaðalandi kom, þá varð á vegi mínum blokkflautuleikari. Sá er kannski ekki með alla fimm, ég veit það ekki, annað hvort er hann bara með tvo eða þrjá, eða hann er einhverskonar snillingur.

blokkflautuleikariÉg hef oft séð hann. Fyrst í janúar. Þá var hann líka í snjóbuxum, bomsum og með kanínueyrun á sér, enda ómissandi í svona gjörning. Hann spilar bara eina nótu. Eða sko enga nótu, hann blæs bara í gríð og erg í flautuna. Ég tók líka upp tóndæmi af honum, en get ekki fengið mig til að setja það hér inn. Þetta er náttúrulega grátbroslegt, fyndið en ég vorkenni honum í leiðinni.

Vá hvað ég var að njóta þess að vera til í dag.