Fyrsti dagurin hjá Sunnevu í skólanum fór geisilega vel.Að gera sig tilbúna. Hún var frekar spennt

DSC_0055
Og við þurftum að stilla böndin á töskunni svo hún myndi ekki bara detta af á leðinni. Og þau bæði voru mjög spennt. Mikið að gerast. Nú er þetta fyrir alvöru að byrja hjá Gumma. Það er ekki eins og heima á Íslandi hvernig námið er uppbyggt hér. Í börnehaveklassen eru þau mikið að læra gegnum leik og svoleiðis og með því að fara og upplifa hlutina en í 1.bekk er bara komin lestrarbók og allt. Það er ekki laust við að Gvenda finnist hann vera orðinn pínu fullorðinn. Svo byrjaði hann á fótbolta æfingum í dag.

DSC_0066
Svo fóru þau að fíbblast aðeins

DSC_0067

Sunneva fór svo líka í ballett tímann í gær. Þar dansaði hún ballett eins og hún lifandi gat. Kennarinn er amerísk en kennir á dönsku, talar svipaða dönsku og ég, hehe. En Sunnevu fannst æði og ætlar pottþétt aftur. Ég veit það ekki, það er krafist svo mikils oft..úff… Nú þurfa þau þegar það eru íþróttir að koma með leikfimisföt, sem er náttúrulega ekkert undarlegt en þau þurfa líka að hafa skó. Þannig að nú þarf skóbúnaðurinn á þeim að vera svona: Stígvél, kuldaskór (nema ég noti “ullarsokkur í stígvéli” aðferðina til sparnaðar), strigaskór (því það er jú ekki kominn vetur eða neitt), inniskór á frítíðs, inniskór í bekkinn, takkaskór/ballett skór og svo er það allur klæðnaðurinn líka. HVer sagði að manneskjur yrðu að ganga í fötum. Eigum við ekki að taka það bara upp hjá okkur öll saman að vera bara allsber og ekki í neinum skóm? Það yrði auðvitað að vera meira bannað en það er að hrækja tyggjói á götuna þá. Sæuð fyrir ykkur ef krakkarnir yrðu þreytt og myndu setjast beint í tyggjóklessu.

Annars fór ég í blóðprufu í dag á Hvidovre hospital. Það er svipað og heima, maður fer til læknis og er svo sendur á biðstofu á rannsóknarstofunni þar sem blóðið er tekið. Mikil ósköp. Þetta á svo illa við mig, ég var næstum farin að grenja það passar svo illa saman fyrir mig að vera inni í svona húsi. Bróðurpartur fjölskyldu minnar mun aldrei skilja þessa tilfinningu enda næstum allar hjúkkur, hehe. Þarna voru sem sagt um það bil 40 manns á biðstofu. Fyrst þeir voru þarna þá er bókað mál að það er eitthvað að þeim. Hvað er náttúrulega ekki vitað en mér finnst að á svona stofum eigi allir að vera í geimbúning til að vera viss um að smita engan í kringum sig. Svo andaði fólkið fyrir aftan mig, andfúlum veikinda andadrætti, í hálsmálið á mér og svo kumraði og heyrðist mjööög annarleg hljóð frá eldra fólkinu. Ein kona var eins og hún væri að berjast við að missa ekki andann í hverjum andadrætti. Ég var gríðarlega fegin þegar ég sá hversu hratt þetta gekk, enda voru líka alveg 10 herbergi og það hentust út hjúkkur eins og gaukar í klukku og görguðu númerin upp. Þegar ég kom í herbergið síðan voru tveir “blóðtöku” stólar í hverju herbergi. Þannig að ég þurfti í þettað skiptið að lesa mér til huggunar meðan tappað var af mér. Ég er vön að glápa bara í hina áttina en þar sat núna kona sem líka var að láta tappa af sér.

Síðasti frí dagurinn er á morgun. Á föstudaginn fer ég á námskeið í tengslum við vinnuna sem ég fékk í skólanum og svo er það bara skóli á mánudaginn. Það er ágætt bara. Sindri orðinn grútleiður að hanga hér með okkur allan daginn. En svona er það nú :)