Það gerðist hér í morgun að við vorum sofandi, mikið rooosalega er annars gott að sofa, þá maður kemst til þess yfir höfuð. Við vorum s.s sofandi og á venjulegum helgardögum þá redda börnin sér sjálf nú orðið, með að fá sér að borða og svoleiðis. Yfirleitt er bara jógúrt og koddar eða eitthvað morgunkorn í boði.

Það er farið að færast aðeins uppá skaftið náttúrulega, eins og vill gerast með aldrinum. Ristað brauð var því morgun maturinn í morgun. Þar sem greyin voru líka upptekin við að horfa á sjónvarpið þá vorum við vakin upp með andfælum (vægt til orða tekið) við að Sunneva þaut inn í herbergið… “þið verðið að koma NÚNA, það kemur reykur uppúr ristavélinni”. Þorvaldur spýttist fram, aldrei þessu vant þá hafði hann sneggri viðbrögð en ég, ég náði bara að opna annað augað og loka því aftur, enda ekki annað hægt, svo mikill var vindurinn sem stóð á mig þegar hann geystist framúr.  Við vorum bara vakin rétt áður en reyksynjarinn fór í gang. Íbúðin var alveg eins og Hellisheiðin i vænni þoku. Við opnuðum allt út og skipuðum börnunum í hlý föt, það er alveg vorlegt, en samt skítakuldi, sérlega á morgnana.

Lyktin eftir þetta atriði er ótrúlega ólekker. Brennt ristabrauð, oj. Og ég gerði tilrauni til að fela lyktina með því að baka pönnukökur. Eftir át fórum við út að viðra hvolpana þrjá en lyktin var alveg eins þegar við komum heim. Bóndi eldaði risottó með vænni slummu af hvítvínsediki, en ekkert hefur unnið á þessari ólykt. Ég bakaði meira að segja skúffuköku áðan en finn samt ennþá fnyk. Ég er að spá hvort ég þurfi að þvo bara alla veggi og öll gólf eða hvað til að losna við þetta?

Eitt ver víst að nú þurfum við að fara að setja upp stundaskrá, þar sem við skráum hvort okkar fær að sofa um helgar og hitt færi þá í skipulagt forvarnarstarf, gegn því að heimilismeðlimir verði fyrir reykeitrun.

Annað er víst að þó Bóndi hafi svo rosalega þurft að læra áðan að ekki var hægt að fá hann til að gera handa mér kökuna sem ég síðan bakaði sjálf, þá liggur hann grjóthrjótandi í rúminu mínu. Það er náttúrulega ekki grínið að Sunneva, aldrei þessu vant kom uppí í nótt og ég svaf svo þétt upp við vegginn að mér var ís jökul kalt. Þetta rúm er bara fyrir einn, MIG.

Best að reyna að veiða tyggjóið uppúr Bónda, vona að hann bíti ekki af mér fingurna.