Ég var eiginlega varla búin að sleppa orðinu við hann föður minn í gær, ég var að lýsa því hversu mikill vorhugur væri komin í mig og vorið væri bara komið, temmilega hlýtt, sólskin og svona, þegar byrjaði bara að snjóa…SNJÓA. Ég veit að þið heima eruð ekkert hneyksluð á því að það snjói, en mér finnst það alger tímaskekkja. En svo uppgötvaði ég hvað ég saknaði þess að vera úti í svona snjókomu. Það eru til trilljón gerðir af snjókomu, hagl, slydda. Pínulítil snjókorn sem svífa til jarðar, hlussu stór snjókorn sem líka svífa til jarðar, snjór að meðalstærð sem æðir uppí nefið á manni, slyddu snjókoma sem gerir mann votan í lappirnar og svo er það snjókoma eins og hér í dag. Temmilega meðalstór korn sem reyndar æddu uppí nefið á mér þegar ég hjólaði heim úr spilatíma, sem betur fer var ég með derhúfuna góðu, annars hefði ég þurft að labba, það er ekki hægt að hjóla með snjókorn í augunum. Svo var alveg logn og kanallinn undir Íslandsbryggjubrúnni alveg sléttur og dimmt og götuljós í Köben. Það var einmitt þá þegar ég fattaði að það er til spes snjólykt, hún er af loftinu þegar það er búið að snjóa hressilega í logni og það er hlýtt úti. Venjulega myndi fylgja lýsign á brakandi snjó þið vitið, þegar maður labbar í honum en það er auðvitað ekki svoleiðis hér þar sem grasið er jú búið að vera grænt í allan vetur, gott ef það hefur ekki vaxið smá líka. Það besta við þetta er að loftið er alveg hreint eftir á, svona eins og þegar það er búið að rigna í Reykjavík, maður finnur það svo vel hvað loftið er hreint á eftir. Hlakka allaveg til að koma heim og anda íslensku.