Jájá, ég er alveg að fara að setja inn myndir af börnunum. Það er ekki þannig að mér finnist það leiðinlegt eða finnist það vera einhver kvöð, þvert á móti. Ég er bara að vinna myrkranna á milli þessa dagana. Bráðum búið samt og samt ekki, en næstum því :)

Var að leita að mynd af sjálfri mér sem þarf að birtast á opinberum stað. Það var í alvöru eins og að leita að nál í heystakk og komast að því síðan þegar búið var að fara í gegnum heystakkinn, með því að taka hvert strá fyrir sig, lyfta því og skoða undir það, að það var engin fjárans nál í stakknum.

Fólk gæti í alvöru haldið, ef það hefði alltaf bara séð mig á mynd að Eiginmaðurinn hefði gifst blindri konu, alltaf með lokuð augun.

Ramba títt á brúðkaupsmyndirnar mínar. Þessi dagur stendur hæst á listanum mínum yfir ótrúlegustu daga sem ég hef upplifað og hugsa alltaf með hlýhug til hans og allra sem voru með okkur þarna í Víðihlíð, fyrir ofan Auðunarstaði.

Fann þar mynd, þessa sem er efst, af okkur Eiginmanni og systkinum okkar. Sjá bara hvað við erum öll flott!

fjolskyldan

Fann svo líka þessa sem mér finnst vera eitthvað svo frábær líka. Sjá bara hvað allir eru myndarlegir. Reyndar er Víðihlíð algjört drep þegar kemur að því að ljósmynda fólk í. Það er allt svo rautt þarna inni. Ég er búin að sjoppa þessa mynd aðeins til, gera rauðalitinn aðeins minna áberandi.

Allt við brúðkaupið var æðislegt. Mest útaf því að var alveg í stíl við hvernig fólk við erum, við Eiginmaður. Það að vera í félagsheimili útá landi og fá bestu bakara í heimi til að sjá um kaffið (mæður mínar, Stella frænka og systir mín) og geta næstum því ekki komið hringfjandanum á fingur Eiginmannsins meðan við stóðum uppá ævafornu leiksviði í téðu félagsheimili og að pabbi hafi gengið með mér niður félagsheimilisgólfið og að krakkarnir hafi fengið að upplifa þetta með okkur og allt og allt.

Ég veit að það er ekkert óvenjulegt við að faðir gangi með dóttur í átt að presti, en það er sérstakt fyrir mér vegna þess að við vorum ekki í kirkju, heldur í félagsheimili.

Þannig er þaðnú.

Ég er í æfingu að fara snemma að sofa. Stefnan er sett á kl. 22 í ´síðastalagi. Ég er orðin klukkara of sein. GN.