Mér finnst svo oft að íslenska tungumálið nái ekki almennilega yfir það sem ég vil segja. Til dæmis um þá pælingu mína, sem eltir mig á röndum þessa dagana, að ég sé til og að það skipti máli það sem ég geri.

Það er ótrúlega augljóst að ég er til, annars væri ég ekki að skrifa þetta, annars væri ég ekki.

En ég þarf að koma því á framfæri að ég ER til. Í þeim skilningi að ég, eins og þú, nota pláss í tilverunni, alheiminum. Plássið er ekki jafnstórt líkama mínum. Það er mikið stærra og víðfeðmara. Plássið mitt nær til allra þeirra sem til mín hugsa og svo öfugt. Pláss allra þeirra sem ég hugsa til, nær til mín.

Þessvegna skiptir máli hvað ég aðhefst = hvað ég geri, hugsa og hvað ég segi.

Það skiptir börnin mín máli hvað ég aðhefst, það skiptir Eiginmaninn máli, það skiptir alla mína máli og síðast en ekki síst þá skiptir það mig alveg svakalega miklu máli hvað ég aðhefst.

Þá er þetta komið í bili. Ást.