Fór með Bjútíbínu á vöggustofuna í morgun. Á miðri leið heyrði ég drunur. Merkilegt nokk þá sá ég hvar rigningin var byrjuð og það var ekki yfir mér. Ég sá svartan hnoðra, ekki svo stóran, lengra nær Íslands Bryggju og svo var bara léttskýjað rétt yfir mér og í áttina að ströndinni.

Það hlakkaði í mér að ég skildi hafa verið svona heppin að vera við hliðina á þrumuveðri en alveg strá þur. Hélt áfram að hjóla og við Bína fórum uppá hennar deild.

Ég var klædd í nærbuxur, buxur, sokka, skó, topp, nærbol, síðermabol og síðan þunnan jakka… bara til að hafa á hreinu hve klikkaður næsti partur þessarar sögu er.

Þegar ég kom út af vöggustofunni blasti við mér mesta rigning sem ég hef á ævinni séð. Eins og helt væri úr fötu er þvagleki miðað við þessa ofsafengnu rigningu. Meira eins og foss að himnum ofan.

Fyrst ákvað ég að bíða.. en hugsaði svo með mér að það væri ómöuglegt fyrir mig að vita hvort myndi stytta upp eftir 5 mín eða 500 mín og ég er kona með mikið að gera.

Ákvað þá að hjóla heim. Í stuttu máli sagt var ég holdvot. Á einni mínútu, eða minna svei mér þá, voru öll fötin mín það blaut að það lak úr þeim. Leyfðu mér að útskýra. Það var eins og ég hefði klætt mig í föt, farið svo í heitapottinn og legið þar og marinerað í nokkra tíma og svo þegar ég eftir að ég hefði farið uppúr pottinum hefði ég pissað á mig, svona til að bæta í bleytuna.

Krakkar. Þetta var ÓTRÚLEGT!