Ég sem var búin að vera að drepast úr skattkvíða…ég hefði getað sparað mér mikilvægan tíma sem fór í að hugsa um hvað ég kæmi til með að þurfa að eyða miklum tíma að í að framkvæma vilja danskra skattyfirvalda. Þau höfðu mér til ótrúlega mikillar ánægju unnið allt verkið fyrir mig. Það var ekki stafur sem ég þurfti að gera, ekki nema að opna umslagið sem skattagíróseðillinn var inní. Hann stóð að sjálfsögðu í núlli.

Af vaxtarlagi: þó ég hjóli þennan bansetta klukkutíma á dag og fari svo allt að 3 í yoga á viku, þá er ég samt ótrúlega eitthvað…bólgin. Ég veit að sumum finnst ekki mikið til þess koma að ég fari í heila 3 yoga tíma á viku, en ég mana..MANA þá sem ekki hafa prófað Astanga yoga að prufa það, það er engin smá líkamsrækt, sviti sem rennur og skjálfti í fótum þegar æfing er búin. Og hún stendur í ekki minna en einn og 1/2 tíma. Bara að vera viss um að allir skilji að þetta er hörku púl en ekki setið á rassgatinu og hummað með godt gået merki á báðum höndum (þumall og vísifingur saman..). (…ég meina það er bara úldið að hugsa sem svo að ég ætli að bæta í flokkinn barni!!)

Af veðri: hér er jú búið að vera gott veður. Það má segja að það sé komið “léttjakkaveður” og börnin eru ólm í að vera úti á brókinni..sem Sunneva jú framkvæmdi í dag..Þau hafa reyndar í allan vetur og alveg síðan þau fæddust að ég held bara ekki nennt að fara í útifötin. Og það er greinilega komið betra veður, þau eru úti eiginlega allan tíman frá því leikSkólinn er búinn og eru skítug frá toppi til táar. Eina vonin sem ég á um að þvottar minnki þegar sumarið kemur, þegar það er ekki rigning eða slabb eða hvað er sem eykur þvotta, er að fötin sem þau eru í á sumrin eru hugsanlega minni og þynnri, svo það komast fleiri í eina vél..

Af námi: Nú stendur fyrir dyrum að sækja um í tónlistaskóla fyrir Gumma og Sunnevu. Hana langar að læra á flautu (mér finnst það ekki eðlilega gaman) og hann langar að læra á trommur. Við sjáum til hvað er hægt, kannski verð ég að neyða hann til að læra á gítar eða flautu fyrst. Annað er að 19.maí, byrjar Sunneva í skólanum..eða öllu heldur hún byrjar á frítíðsheimilinu sem Gummi er á og byrjar svo í “bekknum” í ágúst.Hún er alveg ágætlega spennt yfir því. Ég er bara í því að útbúa tölvuleiki… það verður ekki mikið meira þversgagnar kennt, ég meina af öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur..ég spila aldrei tölvuleiki, hata þá en finnst nokkuð gaman að búa þá til. Svo spilaði ég á tónleikum þarsíðasta fimmtudag. Það var mergjað því við hliðina á mér stóð einn af þekktari flautuleikurum danmerkur. Við hinar vorum eins og eiginlega ekkert við hliðina á honum. Ég sé að ef ég ætla mér að verða komin í sinfóníuhljómsveit um fertugt þá neyðist ég til að fara að blása töluvert meira lofti í flautuna. Og fyrir ághuga saman, ef þið hafið gleymt því (þ.e ef ég var búin að nefna það hér) þá óska ég eftir alvöru flautu í 30 afmælisgjöf, það er þá ekki annað eftir en að byrja að safna fyrir því, sko þið ekki ég, í afmælisGJÖF sagði ég.

DSC_0123

Þetta er listaverk eftir minn eigin son, þann eldri, ásamt félögum hans í skólanum. Þetta prýðir, hvað á ég að segja, vinnugáma á byggingarsvæði við Leifsgade.

DSC_0124

Hér eru hin verkin, þetta er alveg heillöng runa.
DSC_0127
Og við fórum í göngu um hverfið okkar. Það er ótrúlega gott að vera hér. Hér erum við stödd í stórborg en samt sjáum við sama fólkið oft á dag. Hér hoppum við bara yfir götuna (bókstaflega) og þá erum við komin út í guðsgræna náttúruna og heyrum ekki einusinni hljóðin í stórborginni. Hversu frábært er það eiginlega, að hafa þetta allt svona nálægt sér?? Og maður þarf ekkert að setjast uppí bíl með 20þúsund í rassvasanum til að komast aðeins í annað umhverfi. Eitt skref er allt og sumt.

Svo kemur Pápi hér á næsta fimmtudag, Einar Karl í byrjun maí, svo veit ég ekki nema að ammaR sé að fara í ferð í landinu uppúr miðjum maí og annar meðlimur fjölskyldunnar er með alvarlega þanka um flugferð yfir sjó og land. Auðvitað viljum við fá alla hina meðlimi fjölskyldunnar líka. Ása, þurfið þið ekki að taka eitthvað mjög (ó)þarft frí? Eða ammaL, ef það fer að snjóa aftur heima þá er ekkert annað í stöðunni en að bruna til okkar. Prinsinn er ávalt velkominn til okkar, alveg sama hvað hann leysir mikið loft úr læðingi. Svo í byrjun júní flytja hingað enn aðrir partar af fjölskyldunni, það verður bara frábært.

JÆjahh…óver end át.