Ég hélt lengi vel að ég væri stjórnandinn á þessu heimili. Það er ekki rétt hjá mér, heldur eru það þrjú rafmagnstæki. Sjónvarp (sem mig langar að henda útum gluggann), tölva (sem ég á í ástar / haturssambandi við) og fjandans símtækið (sem mig langar að taka og stappa á).

Hvað gera öll börnin þegar þau koma heim? Jú, þau byrja á hverjum einasta degi á því að spyrja mig, sem í hvert einasta skipti NEMA EITT!, segi nei, hvort þau megi horfa á sjónvarpið, fara í tölvuna eða símann.

Til að kaupa mér tíma áður en þau fara að væla um þetta aftur, segi ég að þau eigi að læra fyrst.

Uppfrá því (það er minna en vika síðan) að þau fengu fyrst leyfi til að spila tölvuspil á símunum okkar eru spurningar um hvort þau megi leika í þeim orðnar mér gjörsamlega ofviða, sko af fjölda. S.s spyrja svo oft að ég hef ákveðið að sá grasfræi í eyrun á mér og vonast til að það vaxi sem þéttast og hraðast.

Þannig að þó þau viti að ég hef bannað sjónvarpsgláp fyrir kl. 18 á daginn og þó þau viti að ég er að vinna í fjárans tölvunni til amk 16 á daginn þá er samt spurt. En hver er að nota símann?… enginn. Afhverju mega þau ekki þá bara fá símann? Það veit ég ekki að öðru en að ég þoli ekki símann sjálf.

Hvað er meira þreytandi en að vera með síðan einn í tölvunni, farinn að grenja úr bræði yfir mistökum í einhverjum leik, annan í símanum með hljóðið í honum í botni og þriðja á sjónvarpinu, eða god forbid að ég sé að horfa á Nigellu eða Bóndarassgatið í Danmörku og langar að heyra hvað er sagt.

ÆH!

Kann að vera að ég sé ólétt og bara frekar súr í skapi hér heima hjá mér í öllum þessum fáránlega skít sem hér hefur safnast saman og öllum helv**** þvottinum og bara almennt heimilið í farking rústi, en mér finnst samt eins og börn, kannski ekkert bara mín börn, séu of háð þessum tækjum.

Og verst við allt þetta er ekki einusinni að þau fái leyfi til að spila eða horfa, verst er að koma þeim frá tækjunum. Ég segi hálftími, góla þá inn að hálftími sé búinn og þá fæ ég:

  • ég get ekki hætt, ef ég hætti núna þá get ég ekki vistað (tölvan stjórnar hvernær spilarinn hættir, ekki þegar ég eða hann vill, heldur þegar tíminn er búinn.
  • ég ætla aðeins að klára….
  • ég er ekki búin/n að vera eins lengi og hinn eða þessi
  • strax!?? dísess kRæSt! (hurðaskellur)
  • má ég vera smástund í viðbót? svar: nei. Nei, bara smá stund í viðbót.. svar: nei, æi!!!! dísess kRæSt! eða ertegggjað GrrRínasssSTt??

Mér fallast bara hendur.

Afhverju er ég ekki bara búin að hætta með sjónvarpið og henda símanum ? Afþví að ég á við framkvæmda erfiðleika að stríða. Þessi tæki hafa verið partur af heimilishaldinu í fleiri ár og þar sem ég er manneskja þá finnst mér erfitt að breyta til.

Ég hef viljað fara útaf heimilinu síðustu tuttugu eftirmiðdaga og framá kvöld, finnst húsið alltof lítið fyrir okkur þegar allir eru með hávaða í einu. Ég hef bara verið of löt til að standa upp og nenni ekki að keyra sjálfa mig neitt.

Hættu að hugsa um að spyrja mig hvort ég vilji ekki fara bara í góðan göngutúr niður með sjó, það sé svo frískandi. Ég mun slá þig utanundir!

Ég vil síðan auglýsa eftir manneskju til að koma og sinna öllum húsfrúarstörfum hér nema að knúsa krakkana og bleyta skeiðvöllinn. Ég vil vinnukonu. Hún fær ekkert borgað.